Fasteignasali ber enga ábyrgð,

hef lengi sagt það og segi enn. Þessi góða grein tekur á því.

Í greininni stendur:

,,Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona:

Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós."

Þjóðin má þakka þessum ágæta doktorsnema í hagfræði fyrir að benda á hið augljósa. Bíð eftir að hann taki fyrir gjaldið sem fasteignasalarnir taka fyrir að koma pappírum í þinglýsingu. Margir þeirra neita fólki um að gera það sjálft og hirða tugþúsunda fyrir það. Hef persónulega reynslu af því.

 


Katrín hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi

segir hún þjóðinni. Gerir hún eitthvað í málinu. Nei ekki frekar en hingað til. Sjávarútvegurinn fær að græða á tá og fingri án þess að ríkið geri tilkall til þjóðareignarinnar, fisksins. Þegar selja á útvegsfyrirtæki á fiskurinn ekki að fylgja með, fyrirtækin hafa grætt nóg í gegnum tíðina. Kvótinn á að fara aftur til ríkisins og þannig endurúthluta honum. 

Katrín hefur haft tækifæri til að sýna hvað hún ætlar með þjóðareignina. Hún gerir nákvæmlega ekkert. Jú fyrirgefið þið- HÚN TALAR!


Bloggfærslur 13. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband