Landsbankinn fer rangt með

orðatiltækið í fótboltaauglýsingu „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi..." Þeir hafa einhverra hluta vegna sett systur í stað bróður og við það riðlast merking orðatiltækisins. Eins og stendur á Vísindavefnum þýðir bróðir- liðsmaður og því ætti Landsbankinn að nota það orð. Að mínu mati er betra að sleppa þessu en skrumskæla orðatiltækið.

Af Vísindavefnum: ,,Björn valdi fyrri kostinn. Kára og Birni tókst að hrekja óvinahópinn á brott eftir snörp átök og ríða heim í Mörk. Valgerður spyr frétta af því hvernig Björn hafi reynst. Kári svaraði: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og gafst Björn mér vel.“ Bróðir merkir þarna ‛liðsmaður, stuðningsmaður’."


Bloggfærslur 10. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband