Lítið umburðarlyndi vilji maður

ekki nota orðið ,,hán." Kom fram í þætti á Ruv í gær. Selma, sem er kennari, er ekki sátt við skilgreininguna að kynin sé fleiri en tvö- líffræðilega sé það rétt. Hins vegar eru tilfinningar fólks margs konar. Selma, sem var góður kennari að sögn annarra foreldra, var rekin því hún neitaði að nota orðið ,,hán" yfir dreng í bekknum. Bauðst til að nota fornafn hans. Önnur börn liðu fyrir frekju foreldra drengsins. Sem sagt fjöldanum fórnað fyrir einn.

Selma er trúuð kona og allt varðandi ,,hán" stingur í stúf við trú hennar, sem sagt andstæðir pólar hittast og ber okkur ekki að taka tillit til beggja eða!

Í þættinum hér sest Selma á rökstóla með karlmanni sem finnst hann vera kona. Áhugavert, ég fylgi Selmu að máli. Líffræðilega eru til tvö kyn, kona sem leggur til egg og karl sem leggur til sæði þegar búa á til afkvæmi. Tilfinningar fólks geta síðan verið alla vega. Þeim mótmælir maður ekki. Umburðarlyndi gagnvart þeim sem hoppa ekki á fjölkynjavagninn er afar lítið að mínu mati.


Bloggfærslur 17. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband