Stjórn Félags grunnskólakennara,

samninganefnd og skólamálanefnd þarf að kjósa síðustu vikuna í maí. Persónulega vona ég að mikil endurnýjun verði í stjórninni og nefndum. Kennarar eiga fullt af félagsvönu fólki og það kemur maður í manns stað.

Innan stjórnar vinnur fólk sem er hliðhollt fráfarandi formanni og hafa stutt þöggun á einelti. Slíkt getur stjórn ekki leyft sér. Gefi þessi aðilar kost á sér vona ég að kennarar sjái ástæðu til að hundsa þá. Sömu einstaklingar hafa atað núverandi formann, Mjöll, aur og því væri einkennilegt ef þeir gefa kost á sér til að vinna með henni sem formanni félagsins.

Skólamálanefnd félagsins þarf að yngja upp. Því miður hafa safnast í hana konur, enginn karlmaður, um miðjan aldur. Þurfum breytingar og vonandi sjá ungir kennarar, karlar og konur, sér fært að starfa fyrir félagið í þeirri nefnd.

Samninganefnd er stjórn ásamt fleiri kosnum fulltrúum. Vona að þarna gefi öflugur hópur kost á sér sem vill samvinnu, lýðræði og dreifir ábyrgð. Slíku var ekki fyrir að fara í fyrrverandi samninganefnd. 

Spennandi tímar framundan hjá grunnskólakennurum.


Bloggfærslur 8. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband