4.5.2022 | 07:47
Kosningar í nánd
og ég veit ekki hvaða flokk skal kjósa á Akureyri. Í bæjarmálum vilja allir gera allt fyrir bæjarbúa, spurning um leið.
Ég vil hvorki ókeypis leikskóla eða máltíðir í skólum. Vil hjálpa þeim sem þéna ekki nóg til að sjá fyrir börnum sínum.
Ég vil betri þjónustu við börn, að þau fái hjálp áður en greining liggur fyrir, snemmtæk íhlutun. Svoleiðis er það ekki í dag.
Fer á Glerártorg í dag. Þar getur maður kosið utankjörstaðar. Best að gera það, ljúka óvissunni af. Hægt eð gera ullen, dullen doff...segi bara svona!
Njótið dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)