3.5.2022 | 17:28
Jens Guðjón Einarsson grunnskólakennari
lætur hafa eftir sér að það sé dyggð að þagga einelti. Ekki er hægt að skilja orð hans öðruvísi. Í Fréttablaðinu var rætt um einelti formanns Fg í garð starfsmanns KÍ. Kvartað var undan samskiptavanda en sérfræðingar, að lokinni rannsókn, komust að um einelti væri að ræða. Stjórn Fg og formaður halda enn fram að um samskiptavanda hafi verið að ræða.
Sé það dyggð að gæta þagmælsku í eineltismálum er Bleik brugðið. Vona að Jens Guðjón þurfi ekki að fást við einelti í sínum skóla. Svona vinnubrögð eru hverjum þeim grunnskólakennara sem þau stunda til skammar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)