25.5.2022 | 12:20
Kosning í stjórn Félags grunnskólakennara
Í stjórn Félags grunnskólakennara hafa nokkrir gefið kost á sér. Kjósa á sex einstaklinga. Eftir að hafa skoðað framboðin líst mér best á þessa aðila sem ég tilgreini hér neðar. Þekki bara einn en það gerir stjórnina spennandi. Mun ekki leggjast í úthringingar þó ég hafi mælt með þeim við nokkra kennara. Hér má kynna sér framboðin.
Stjórn í stafrófsröð:
Anna Guðrún Jóhannesdóttir, Glerárskóla, Akureyri
Geirlaug Ottósdóttir, Álftamýrarskóla Reykjavík
Íris Árný Magnúsdóttir, Vallaskóla Selfossi
Kolbrún Guðmundsdóttir, Sunnulækjaskóla Selfossi
Lilja Margrét Möller, Austurbæjarskóla Reykjavík
Örlygur Þór Helgason, Kvíslarskóla Mosfellsbæ