Annar kynlegur kvistur

hefur boðið sig fram í stjórn Félags grunnskólakennara. Hann hefur sett mikið út á komandi formann en vill nú í stjórn með honum. Er undra að maður sé hissa. Maður sem lætur svona út úr sér getur varla farið heilsteyptur inn í stjórnarsamstarf með formanni sem hann hefur formælt. Eftir honum er haft: ,, Samt var það svo að "stjórnarandstaðan" kom öll þessi ár að norðan frá BKNE. Því vil ég brýna fyrir nýrri stjórn (BKNE) að glutra þessu ekki aftur niður.“ Hélt að 1. apríl væri runninn upp þegar ég sá nafn hans í framboði.

Viðkomandi verður 70 ára eftir tvö ár og þá hættir hann í kennslu sem og í FG. Hann ætlar sér kannski að sprengja stjórnina áður, verði hann kosinn. Vona að kennara séu skynsamari en svo enda hann einn af þeim sem lagði fram tvífelldan samning.

Umræddur maður hefur sýnt mikla meðvirkni þegar málefni núverandi formanns FG ber á góma gangvart starfsmanni KÍ. Kallar það dyggð að þegja. Viljum við meðvirkni með svo alvarlegum verknaði. Hugsið ykkur um kennarar.


Bloggfærslur 21. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband