6.2.2022 | 17:31
Aumkunarverður félagsskapur
sem fæstir vilja kenna sig við. Skammast mín fyrir þessar stelpubjálfa. Ofstækið í þeim er af þeim toga að nauðsynlegt er að vara við málflutningi þeirra, sérlega ungu fólki. Við sem eldri erum skiljum kjarnið frá hisminu. Skil ekki hvernig svona ofstæðisstamtök ná flugi. Sennilega hafa þær óheftan aðgengi að fjölmiðlum.
Því fyrr sem ofstæki af þessum toga líður undir lok því betra.
![]() |
Ingólfur sjálfur bendlað sig við sögurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2022 | 09:58
Björgunarsveitir landsins hafa
margoft sýnt og sannað að þjóðin kemst ekki af án þeirra. Flugslysið er síðasta dæmið. Eldgosið var þar áður. Óveðrið sem skellur á landinu jafnt og þétt, björgunarsveitarmenn tilbúnir. Erfitt að ímynda sér hvernig yfirvöld færu að án sjálfboðaliðanna.
Eftir óveðursskotið á morgun hefst leit, aftur, að mönnunum fjórum sem voru um borð í flugvélinni. Leitað í dag á meðan birta og veður er í lagi. Engum dettur í hug að þeir hafi lifað þessi ósköp af. Þingvallavatn er kalt og hafi áverkar ekki dregið þá til dauða er það kuldinn. Verkefnið er ekki auðvelt. Björgunarsveitarmenn fara samt í verkefnið. Verður erfið reynsla í bakapoka margra. Vitað að leitað er að látnu fólki.
Enginn kemst með tærnar þar sem björgunarsveitarmenn hafa hælana. Þeir eiga lof skilið nú sem endranær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)