23.2.2022 | 17:28
Er maturinn til helvítis tussan þín?
Hugsið ykkur ef barn talar svona við móður sína. Eða föður, ,,Af hverju ertu svona fokking heimskur, er ekkert á milli eyrnanna á þér?"Velti stundum fyrir mér hvort foreldrar láti tala svona við sig. Efast það, mörgum yrði sennilega brugðið.
Ofbeldi í garð grunnskólakennara eykst ekki bara hér á landi heldur og á öllum Norðurlöndunum. Um það bil fjórði til fimmti hver kennari, samkvæmt norrænum rannsóknum, hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Munnlegt ofbeldi er mun víðtækari.
Á vísi er góð grein. Vert að lesa hana.
Sveitarfélögin eru máttlaus. Stjórnendur grunnskóla hafa engin úrræði og grunnskólakennarar sitja upp með munnsöfnuð sem mörgum dettur ekki í hug að sé til.
Foreldrar bera höfuðábyrgð.
Pistlahöfundur hefur sjálfur skrifað nokkrar greinar, sem m.a. Kjarninn birti, um vandann, sem eykst ár frá ári.
Hér er ein.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)