26.12.2022 | 11:49
Foreldrar ganga af göflunum
og gefa börnum sínum alltof dýrar gjafir í skóinn. Upphaflega var þetta hugsað sem eitthvað smáræði enda getur fólk með mörg börn ekki mokað í þau. Mandarína, tvær karamellur, brjóstsykur, sleikipinni, lítil púsluspil, sokkar og annað sem barni vantar var notað til að gefa í skóinn.
Hafi þessi kona eitthvað af þeim foreldrum sem fyrirmynd sem gefa tölvuleik, dýrt spil, bíómiða og slíkar dýrar gjafir er ég ekki hissa að hún vilji ekki hoppa á vagninn. Alltof margir íslenskir foreldrar fara fram úr sér í þessum saklausa sið sem hefur viðgengist í áratugi. En í hófi.
Með slíku óhófi verða börnin frek og tilætlunarsöm. Foreldrar gera börn sín þannig með vitleysunni.
![]() |
Ógerningur að gefa börnum 39 gjafir fyrir jól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)