Ósammála Þorsteini Sæberg

formanni Skólastjórafélagsins um síma í grunnskólum. Blaðamaður Fréttablaðsins hafi samband við mig. Vildi ræða um einelti. Benti honum á að skólar eigi fínar eineltisáætlanir til að fara eftir. Samvinna foreldar skiptir þar miklu máli eins og í mörgu öðru þegar kemur að skólabörnum. 

Símanotkun er hins vegar ágreiningsmál okkar þorsteins. Að mínu mati á skólinn að banna síma. Börn þurfa ekki, þá sex tíma sem þau eru í skólanum, að nota hann. Skólar eiga tölvur til stafrænnar kennslu. Margir unglingar eru háðir símunum, fíkn. Alltaf að kíkja, fylgjast með og kanna hvort þau hafi fengið ,,like" á færslur. Teitur Guðmundsson læknir segir þetta fíkn sem leiðir til streituástands. Skólar eiga að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir það.

Hér má lesa umfjöllunina í Fréttablaðinu.


Bloggfærslur 22. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband