8.1.2022 | 17:05
Arnar, varaþingmaður
misbýður mér sem grunnskólakennara. Vil benda honum á að ég sem fagmaður í kennslu hef ekkert með bólusetningar barna að gera. Hvorki að hvetja til þeirra né letja. Sem kennari hef ég ekki ákvörðunarvald yfir byggingum sveitarfélaga, sem kallast grunnskólar. Hann ætti að biðja grunnskólakennurum afsökunar á framhleypni sinni.
Foreldrar, einir og óstuddir, bera á byrgð á hvort þeir láti bólusetja börn sín. Taka ábyrgð á ákvörðuninni og eftirköstum verði þau. Að blanda kennurum inn í þessa umræðu er dónaskapur og vanvirðing við kennara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2022 | 14:29
Leitt að heyra
en óumflýjanlegt. Hins vegar eiga íbúar alla mína samúð sem geta ekki tjáð sig um einkennin. Getur brotist úr í reiði og jafnvel ofbeldi, ræður ekki við sig vegna verkja, særinda í hálsi o.s.frv. Vona svo sannarlega að hægt verði að stoppa útbreiðsluna.
Til viðbótar kallar kóvidsmitaður einstaklingur á meiri mönnun. Vonandi finna þau heimili sem eru útsett fyrir kóvíd veirunni fólk til að vinna.
![]() |
Hópsmit á Brákarhlíð í Borgarnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)