12.1.2022 | 11:47
Hefði skólum verið frestað
er ljóst að mun færri smit væru í samfélaginu. Sóttvarnalæknir veit hvernig á að berjast við veiruna en misvitrir stjórnmálamenn tóku fram fyrir hendurnar á honum. Ákváðu óbreytta skólabyrjun. Smit meðal barna gífurlega mörg.
Ráðherra heilbrigðismála byrjar ekki vel að mínu mati. Sóttvarnalæknir virðist þurfa að vera mjög skorinorður til að ríkisstjórnin skilji málið. Sennilega eru vinsældir meira virði en heilsa fólks og álag heilbrigðis- og umönnunarstétta. Þeir fresta ekki aðgerðum að gamni sínu. Nauðsyn.
Vona að sóttvarnalæknir verði afgerandi í tillögum sínum og það fyrir helgi.
Á blaðamannafundi áðan er fjölmiðlafólki leyft að spyrja. Fréttin.is spyr svo kjánalegra spurninga að ég spyr sjálfa mig hvort konan vilji láta taka sig alvarlega. Þríeykið svarar henni vel. Á meðan fer kjánahrollur um mig sem áhorfanda.
![]() |
Jafnvel von á hertum aðgerðum fyrir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2022 | 10:25
Mildari reglur um einangrun
hjá handboltamönnum sem spila á EM 2022. Danir segja frá því. Ekki hugnast öllum breyttar reglur. Greinist handboltamaður með covid fer hann í 5 daga einangrun. Síðan fer hann í PCR- próf dag hvern. Reglunum er breytt til að tryggja að sem flestir spili með aðalmenn. Áður var einangrunin 14 dagar svo þetta er um 70% stytting. Þá vonar maður að slíkar ákvarðanir hafi ekki afdrifaríkar afleiðingar.
Forsvarsmenn EM segja ástæðuna vera þróun veikindanna í faraldrinum sem er höfuðástæða breytinganna. Hana nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)