26.9.2021 | 18:26
Eru þetta ekki skýr skilaboð
að formaðurinn njóti ekki lengur hylli kjósenda sinna. Stefnan nær ekki í gegn. Logi nær ekki tveimur þingmönnum í kjördæmi sínu. Sjálf er ég ekki hissa. Hilda Jana hefur lítið persónufylgi meðal Akureyringa.
Vissulega hlýtur Logi að skoða innviði Samfylkingarinnar, með breytingar í huga.
![]() |
Samfylkingin muni rísa upp í fyllingu tímans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2021 | 12:40
Ekki líst mér á
málefnin sem unga konan ætlar að leggja áherslu á.
- Afglæpavæða neysluskammta(lögregla segir menn ekki fara í fangelsi vegna neysluskammta)
- ókeypis háskólamenntun, styrkir (auðvitað á fólk að bera kostnað að fjárfestingu sinni)
- fleiri flóttamenn (sem nú þegar er nóg af að mati þjóðarinnar)
Held að þetta sé almennt ekki málefni unga fólksins, bara Pírata.
![]() |
Bjóst í besta falli við að verða varaþingmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2021 | 10:30
Ójöfn atkvæði
Alveg óþolandi að þingmenn sunnan megin á landinu þurfi fleiri atkvæði á bak við sig en þeir í norðvestur. Munar næstum helming. Laga þarf þessa stöðu. Reyndar hissa að enginn hafi látið reyna á hvort svona mismunun sé lögleg. Þingið verður að taka á þessum ójöfnuði á komandi þingi.
Rafrænar kosningar hljóta að vera það sem koma skal. Næstu þingkosningar, rafrænar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)