25.9.2021 | 09:52
Kosningadagur- hvað skal kjósa!
Er í vandræðum. Enginn flokkur heillar mig. Stundum hefur Samfylkingin fengið atkvæði mitt, ekki núna. Get ekki hugsað mér annan mann á lista í Norðaustur inn á þing. Með engu móti.
Hef þurft að skoða persónur flokkanna til að gera upp hug minn. Hvern vil ég inn á þing. Skiptir máli ef maður ætlar þeim að vinna vinnuna sína. Margir þingmenn hlunkast í sæti sín og svo gerist ekkert meir.
Allt tal um umhverfismál snýst um gjöld á neytendur og græna orku. Nokkuð viss ef leiðtogarnir ættu að ræða málefnið af einhverri alvöru vissu þeir lítið. Frasar. Hvað með rafhlöður bílanna? Hvernig er þær tilkomnar og hvernig losar þjóðin sig við þær? Án tilkostnaðar? Svona mætti lengi telja.
Kosningadagurinn runninn upp. Hvort sem mér líkar betur eða verr. Drattast á kjörstað áður en kjörstöðum lýkur. Verð að gera upp hug minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)