19.9.2021 | 12:36
Fjármagnstekjur eiga að
lúta reglum tekjuskatts. Hefur berlega komið í ljós að margir taka fjármagnstekjur út úr fyrirtækinu í stað launatekjur vegna skattaívilnanir. síðan er hið siðlausa, launþegar búa til félag samhliða tekjuskatti og njóta skattaafsláttar. Koma þarf í veg fyrir svona leka. Menn eiga að borga það sama til samfélagsins af tekjum sínum, burtséð frá hvað tekjurnar heita.
Áslaug Arna segir ekki satt í grein sinni um skattlagningu. Kannski óskaði hún þess sem hún sagði. Ljóst að Áslaug Arna þekkir ekki söguna, enda ung að árum.
Grein í Kjarnanum varpar ljósi á það. ,,Skattbyrði hátekjuhópanna lækkaði hins vegar þegar hæstu laun voru í vaxandi mæli greidd sem fjármagnstekjur og skattar á slíkar tekjur voru stórlækkaðir (sjá um þetta hér)."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2021 | 09:58
Kjarninn í greininni er,
foreldrar bera ábyrgð, fyrst og síðast á börnum sínum. Aðrir geta svo komið að og verið með í leiðbeiningu í lífinu. Skólinn, íþróttafélög, ömmur og afar. Góð vísa er aldrei of oft kveðin, foreldrar. Greinin er góð og hvet ég fólk til að lesa hana.
Hann gerir skjánotkun að umtalsefni. Foreldrar eru þeir sem kaupa sólarhringsáskrift að netinu. Foreldrar leyfa ungum bönum að nota skjá, halda þeim jafnvel að þeim. Skjánotkun er jafnvel orðin of mikil í leik- og grunnskólum, tíska að nota öpp í kennslu. Hermundur hefur bent á það eins og Guðmundur segir í grein sinni.
Þrautseigja er eitthvað sem grunnskólabörn þurfa að læra, sammála honum í því. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að koma eins fram við alla. Skólinn á síðan að taka undir það.
Frétta- og samfélagsmiðlar bera ábyrgð á að deila fréttum af ríkum, fáklæddum og jafnvel nöktum konum og uppátækjum frægra manna. Þeir ber ábyrgð að miðla þess konar vitleysu. Skoði unglingar forsíður blaðanna þá sjá þau hvað ber hæst. Guðmundur segir í grein sinni að unga fólkið vilji líkjast þeim. Blöðin eiga sinn þátt.
Tiktok, get lítið tjáð mig um það enda ekki með þann miðil eða aðra sem áreita börn og fullorðna 24 tíma sólarhringsins.
Nærvera foreldrar mikilvæg. Svo sannarlega og hefur ekkert breyst í aldanna rás. Nærvera fullorðinni við börn og ungmenni hefur alltaf verið nauðsynleg. Sérstaklega nú á tímum samfélagsmiðla.
![]() |
Það þarf þrautseigju til að takast á við lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)