Þarf fleira fólk til að hjúkra covid sjúklingum,

í því liggur munurinn. Margir halda fram að þetta sé ekkert öðruvísi en þegar sjúklingar með inflúensu leggjast inn. Stór munur þar á. Fleira fólk þarf, engar heimsóknir, sérstakur klæðnaður frá toppi til táar og passa þarf betur upp á sig.

Heilbrigðisstarfsfólk fékk kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni í dag. Enn verið að tala um það sem þarf að gera í kerfinu, á Lsp. Man ekki hvað eru mörg ár sem um það hefur verið talað, ef ekki áratugi. Fagfólkið vantar og á það hefur verið bent í áratugi, síðan ég vann sem sjúkraliði sem eru rúm 20 ár. Meira að segja mun lengur en það. Vandinn var fyrirséður. 

Eftir skilaboð ríkisstjórnarinnar í dag finnst mér að heilrbigðisfólk eigi ekki að selja sál sína og líf fyrir starf sitt, (auðveldar um að tala en í að komast), þegar það mætir ekki skilningi ráðamanna með hertar aðgerðir innanlands.

Myndin birtist með frétt frá Félagi hjúkrunarfræðinga.


Aumingjalegt

útspil ríkisstjórnarinnar. Til skammar. Þau þora ekki. Nú er ekki hægt að benda á sóttvarnalækni. Skólastarf í hættu. Ráðherra menntamála sama gungan sem fyrr. Allt fyrir atkvæðin. Fólk sem kemur til landsins getur gert margt og farið víða á 48 klst. Skömm að þessu. ,,Ákvörðunin tek­ur gildi 16. ág­úst. Bólu­sett­ir með tengsl hér á landi verða þá skyldaðir til þess að fara í sýna­töku inn­an 48 klukku­stunda frá kom­unni til lands­ins."

Auðvitað á að setja 2 m reglu á. Auðvitað á að fækka þeim sem koma mega saman. Auðvitað á að gera allt til að minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk. Ríkisstjórnin gefur lítið fyrir aðvörunarorð þeirra. Auðvitað á heilbrigðisstarfsfólk að halda fríi sínu til streitu, hætta að taka aukavaktir og vera alltaf viðbúið þegar kallið kemur. Ríkisstjórnin verður að bera ábyrgð á því sem framundan er.


mbl.is Bólusettir með tengsl við Ísland verða skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband