29.8.2021 | 17:20
Kúgun, varla annað orð yfir
framkomu Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur í KSÍ- málinu. Samtök, samfélag eða skóli á ekki að taka á sig ábyrgð einstaklings. Heldur ekki kynferðislega áreitni. Get ekki ímyndað mér annað en Hanna Björg hefjist handa í eigin skóla og láti skólameistara gjalda að nemandi hans beitti ofbeldi innan veggja skólans. Hún væri annars ekki samkvæm sjálfri sér.
Sú árás sem KSÍ hefur mátt sæta af hálfu Hönnu er kúgun í mínum augum. Henni tókst að kúga formann frá völdum vegna einstaklingsmáls. Ekki nóg með að hún kúgar samtökin, hún sáir fræjum efans og mannvonsku inn í fjölskyldur landsliðsmanna. Segist vita af landsliðsmönnum sem hafa nauðgað. Hver einasta fjölskylda sem hefur átt landsliðsmann er undir ásökun af hálfu Hönnu. Að þessu leyti má hún skammast sín. Viðbjóður að senda svona út í samfélagið þar sem hundruð manna eru undir.
Ofbeldi á ekki að líðast en sá sem beitir því á að bera ábyrgð á því. Sama hvaða ofbeldi er um að ræða.
![]() |
Hanna Björg og talskona Stígamóta funduðu með KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2021 | 11:14
Afhjúpun kyns...bönnuð!
Sú skrautlega athöfn, og kjánalega að mínu mati, sem kallast afhjúpun kyns er vinsæl meðal verðandi mæðra. Með veislu, sem oftar en ekki eru haldnar fyrir aðrar konur, er kyn væntanlegs barns kunngjört. Með köku skilst mér, bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka. Slík afhjúpun hlýtur að heyra sögunni til nú þegar foreldrar mega ekki kalla barn sinn dreng eða stúlku. Fíflagangurinn hefur náð hæstu hæðum í stjórnkerfi ríkisins, Þjóðskrá. Skráir ekki lengur hvort kynið fæddist.
Sú ríkisstjórn sem nú situr við völd, og aðrir valdir þingmenn, lét fámennan hóp samfélagsins ráða för en ekki megin þorra almennings. Fámennir hópar samfélagsins ríða röftum. Hinn almenni borgari virðist mega sín lítils. Færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið myndi fámenni hópurinn verða undir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)