9.4.2021 | 22:06
Löggan leitar einstaklinga sem brjóta sóttkví...
segir Þórólfur í viðtali við Inga Björn á Viljanum. Góð umfjöllun sérfræðinga. Þingmenn í kosningaham. Þeir sem brjóta sóttkví og einangrun valda hertum sóttvarnaráðstöfunum.
Þórólfur segir að ráðherra dómsmála hafa opnað landamæri þvert á álit hans og viðvörun. Ráðherra veit meira en sótti og ákvað engu að síðu að hleypa fólki inn í landið með vottorð. Annað kom á daginn, ekki góð ákvörðun. Ráðherra hugsar um æskuna. hugsar ekki málið til enda. Kári segir á mjög penan hátt að ráðherra dómsmála sé kjáni.
Hér má hlusta á viðtal við Þórólf og Kára, Þarna gerði Alþingi Íslendinga illa í buxurnar - VILJINN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2021 | 10:22
Aumt er það
þegar samflokksmenn haga sér svona. Í Noregi eru gerðar ríkari kröfur til þeirra sem fara fyrir landi og þjóð í tengslum við sóttvarnir en hér á landi. Hér geta ráðherrar og þingmenn hagað sér að vild án afleiðinga. Norski forsætisráðherrann fékk háa sektargreiðslu vegna brota á sóttkví með þeim orðum að hún eigi að fara eftir því sem hún boðar. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa gerst brotlegir við sóttvarnarlög og hvað gerðist? Einn þingmaður spókar sig í tilefnislausri ferð á Spáni þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis um að fólk geri það ekki. Vondar fyrirmyndir.
Ekkert athugavert að þeir sem standa fyrir sóttvörnum í landinu láti heyra í sér. Orðaval- hver og einn ber ábyrgð á því.
Úr frétt á mbl.is ,,Sør-Øst, Ole B. Sæverud, sagði á blaðamannafundi í morgun að Solberg væri í framvarðasveit landsins og þrátt fyrir að allir væru jafnir fyrir lögum hefði hún staðið fremst þegar kom að ákvörðunum er vörðuðu sóttvarnareglur. Því væri henni gert að greiða sekt en ekki eiginmanni hennar þrátt fyrir að hann sé talinn bera ábyrgð."
![]() |
Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)