8.4.2021 | 18:20
Ber að bólusetja
Mannréttindadómstólinn komst að góðri niðurstöðu. Foreldrum ber skylda að bólusetja börn sín gegn ákveðnum sjúkdómum ætli þau að nota þjónustu leikskóla. Gott að fá þetta á hreint. Væri skelfilegt að eitt barn geti sett önnur í hættu vegna andstöðu foreldrar við bólusetningar.
Í fréttinni segir ,,Þetta var fyrsti úrskurður dómstólsins um bólusetningar barna. Sextán dómarar af sautján voru sammála túlkun tékkneska ríkisins. Samkvæmt lögum þar í landi ber foreldrum skylda til að mæta með börn sín í bólusetningu við níu sjúkdómum, þar á meðal við mislingum, kíghósta, stífkrampa og barnaveiki."
Hér má lesa fréttina á Ruv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2021 | 11:20
Góðar fréttir...en
hugsanlega geta margir verið mjög veikir heima hjá sér. Eftirköstin geta líka verið langvinn og erfið þó fólk hafi ekki veikst mikið. Slíkt kemur fram í Danaveldi sagði læknir sem rætt var við.
Mikilvægt að passa sig og umhverfi sitt. Þannig næst árangur.
![]() |
Færri innlagnir en spítalinn óttaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)