24.3.2021 | 20:14
Sjálfhverfa leikskólakennara...allavega sumra
Söngurinn hafinn. Leikskólakennurum fórnað fyrir hagsmuni foreldra segir einn á síðu sem ég er aðili að. Sjálfhverfa. Hagsmunir samfélagsins eru í húfi. Sérstaklega þeirra stétta sem leggja líf og limi að veði þegar þeir vinna við kóvíd- smitaða einstaklinga. Þær stéttir hafa ekki val. Skulu mæta til vinnu. Engri stofnun sem þeir vinna á er lokað. Foreldrar sem vinna þessi veigamiklu störf, s.s. sjúkraflutningamenn, lögregla, sjúkraliðar, læknar, náttúrufræðingar, lífeindafræðingar og hjúkrunarfræðingar svo fáir séu nefndir, þurfa að koma börnum í gæslu. Nógu erfitt verður að koma börnin fyrir sem eru í 1.-4.bekk svo leikskólabörnin bætist ekki við.
Skólum á að halda opnum eins lengi og mögulegt er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2021 | 11:17
Tilslökun kostar fleiri smit
Skelfilegt að smitum fjölgar. Við getum betur. Landinn gáir ekki að sér. Við fórum fram úr okkur. Fámennar fermingarveislur og annar gleðskapur er nauðsyn. Ekkert að því. Einstaklingsfrelsi á að víkja fyrir almannaheill. Samfélagslegur kostnaður af mjög veikum einstaklingi er mikill. Sumir falla frá. Aðrir þurfa í stranga endurhæfingu. Einhver þarf að bíða lengi eftir endurhæfingu. Kostnaðurinn er mikill, andlega og líkamlega.
Verður varla langt að bíða eftir hertari aðgerðum sóttvarnalæknis.
![]() |
17 smit innanlands 14 í sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)