Sykurpabbar, sykurstefnumót (sugardaddy, sugardating)

Steint verður það sagt um margar konur að þær elski veraldlega hluti. Margar ganga svo langt að eiga ,,sykurpabba" sem oftar en ekki er efnaður maður og greiðir fyrir konuna. Stundum í miklu mæli, stundum í litlu mæli. Margar konur sjá ekkert athugavert við fyrirkomulagið, jafnvel þó kynlíf sé með í spilunum. Þær líta ekki á þetta sem sölu á kynlífi. Konur sem auglýsa og standa á götuhornum eru mellur, ekki þær sem eiga ,,sykurpabba." Er einhver munur? Nei. 

Hér á landi er umræða um slíka sölu á sjálfum sér fyrir veraldlega hluti ekki hávær. Er nú nokkuð viss um að þetta söluform finnist. Ekkert ólöglegt við fyrirkomulagið. Siðferðið, um það má deila.

Í Danaveldi verða þeir sem nota líkama sinn sem söluvöru fyrir varning, góðan mat, helgarferð í lúxus o.fl., sífellt yngri. Red barnet hefur áhyggjur af þróun mála. Mörg sveitarfélög hafa mál barna af þessum toga inni á borði hjá sér. 

Hér má lesa um málið: 500 kroner for et billede eller en Gucci-taske for dit selskab: Sugardating kan virke uskyldigt, men hvad med konsekvensen? | Indland | DR

Hér má lesa um börn sem nota ,,sykurpabba" eða ,,sykurstefnumót" til að afla fjár:Børn ned til 12 år sugardater eller sælger sex for penge | Indland | DR


Auðvelt að ganga inn í samninga

Ætti að vera ríkinu meinalaust að ganga inn í kjarasamning starfsmannanna. Launamunur, ef einhver er, teflir fjárhag ríkisins ekki í hættu. Hættan við uppsögn er að starfsmaður hverfi á braut. 

Hér er um ófaglærða, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga að ræða sem og yfirmenn stofnananna. 


mbl.is „Ruddaleg framkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband