4.2.2021 | 20:46
Rósa Björk- hvar ertu?
Rósa Björk ætti að vinna og vekja athygli á stöðu barnanna. Þau fá ekki að hitta föður sinni. Konan á að framfylgja dómnum. Af hverju heyrist ekkert frá þingmanninum sem vildi opna landið fyrir fóstureyðingar á pólskum fóstrum (ég harma stranga löggjöf þar í landi). Forgangsröðun þingmanna eru á stundum skrýtin.
![]() |
Fær ekki börnin til Íslands þrátt fyrir dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2021 | 09:39
Menntaspjall Samfylkingarinnar
Hlustaði á útsendingu Samfylkingarinnar um menntamál í gær. Þeim datt í hug að draga Bubba fram til að segja slæma sögu úr grunnskólanum. Rúm hálf öld síðan hann var í barnaskóla eins og það hét. Þegar hann var í skóla var allt annað upp á teningnum en fyrir t.d. 20 árum síðan. Hefði þótt heillavænlegra að hlusta á nemanda sem var nær okkur í tíma. Margt hefur breyst í skólastarfinu. Bubbi hélt því fram að allir í Vogaskóla hefðu þekkt bekkinn sem hann var í, tossabekkinn, en Bubbi gleymdi eða vissi ekki að í öllum árgöngum í Vogaskóla, sem og öðrum skólum, var nemendum getuskipt. Í öllum árgöngum var tossabekkur.
Móðir tveggja barna mætti til að segja sögu af skólagöngu barns síns. Vissulega gekk ekki vel og hún sagðist hafa beðið í nokkur ár eftir greiningu á börn sín og að lokum farið sjálf. Auðvitað eiga foreldrar að gera það, telji þau eitthvað að. Krafan um að samfélagið eigi að gera allt og borga allt er hávær.
Á þessum fundi kom fátt jákvætt fram. Ingvi Hrannar talaði eins og að skólakerfið hafi ekki tekið breytingum síðastliðna áratugi. Hann er tölvumiðaður í allri sinni vinnu.
Skyldur skólans og samfélagsins var rætt á þessum fundi en ekkert kom um skyldur barna í skólunum eða foreldrar í námi barna sinna.
Vissulega er breytinga þörf víða og margir leggja sig fram um að ná fram breytingum, en eins svart og framsögumenn Samfylkingarinnar lýstu því er ekki raunveruleikinn. Umræðan verður að vera af skynsemi. Samfylkingin sá ekki ástæðu til að hafa grunnskólakennara með, frekar en aðrir sem ræða skólamál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)