22.2.2021 | 16:12
Ósmekkleg færsla kennara
Vegna umræðu um lestrarvanda drengja birtast víða umræður. Það aumkunarverðasta sem ég hef séð er við þessa frétta. Færslan birtist í hópi sem telur 2.500 kennara á öllum skólastigum. Kennarinn segir:
,,Finnst fólki ekkert undarlegt að bera saman lestrargetu í einkaskóla, þar sem fólk borgar um 20 þúsund krónur á mánuði í skólagjöld, og lestur barna í almennum skóla þar sem börn frá öllum stigum þjóðfélagsins stunda nám? Væntanlega eru þeir foreldrar sem eru að greiða yfir 200 þúsund krónur í skólagjöld á ári fyrir hvert barn almennt vel stæðir, sérlega áhugasamir um menntun barnanna sinna og yfirleitt innfæddir. Að bera þennan sérvalda hóp saman við allan þorra almennings er út í hött. Svo finnst mér skrýtið hvað strákar standa sig miklu betur en stelpur í þessum skóla. Er áherslan þá öll á strákana, eða hver er skýringin?"
Hversu lágt getur skólafólk lagst, spyr nú bara.
![]() |
Drengjum hjá Hjallastefnunni gengur vel í lestri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)