Drengir leiðast frekar...

Hjartanlega sammála orðum hans ,,Gylfi svar­ar því til að fimmtán ára dreng­ir sem nú sitja á skóla­bekk beri enga ábyrgð á því hvað fyrri kyn­slóðir gerðu og fyr­ir vikið frá­leitt að refsa þeim." Því miður hefur borið á þessu hjá mögum femínistanum. Einstaka kynjafræðingar láta drengi nútíðar líða fyrir syndir feðranna. 

Hver árgangur drengja sem við missum út úr skólakerfinu er dýru verði keypt. Drengir falla oftar fyrir eigin hendi en stúlkur. Drengir leiðast frekar út í afbrot. Drengir beita oftar ofbeldi en stúlkur. Drengir eru fjölmennari í fangelsum landsins en stúlkur. Drengir verða oftar fyrir ofbeldi en stúlkur...og svo mætti lengi telja. 

Samfélagið þarf að hysja upp um sig í málefnum drengjanna.

 


mbl.is Fráleitt að refsa 15 ára drengjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband