18.2.2021 | 18:58
Enn bullar ráðherra menntamála
Eitt leyfisbréf hefur ekkert með stöðu stráka í skólakerfinu að gera.
Ekkert í menntastefnu til 2030 hefur með stöðu stráka í skólakerfinu að gera.
Ekkert sem menntamálaráðherra segir og gerir hefur með stráka í skólakerfinu að gera.
Hún heldur áfram að bulla.
Minnsta mál að setja falleg orð á blað, það geta allir.
Erfiðara að gera eitthvað raunhæft í málunum og sýna í verki að ráðherra hugsi um stöðu stráka í skólakerfinu.
Held að ráðherra sé svo í mun að falla í kramið hjá (öfga)femínistum að hún talar ekki af viti um stöðu stráka í skólakerfinu.
![]() |
Aðgát skal höfð í málefnum barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2021 | 09:33
Arfleið hreyfingarinnar ,,Líka ég."
Arfleið ,,Líka ég" hreyfingarinnar eru þær nornaveiðar sem hafa átt sér stað. Hugmyndafræði hreyfingarinnar var í sjálfu sér góð, safna sögum, segja frá og láta vita að svona samfélag viljum við ekki. Grimmd kvenna náði yfirtökum og nornaveiðar hófust víða um heim með nafnbirtingum og brottrekstri úr starfi, jafnvel 20 árum eftir að atburðurinn átti sér stað. Oft undir allt öðru samfélagsviðmiðum en við höfum í dag. Af þessum sökum er fátt aðlaðandi við ,,Líka ég" hreyfinguna, hún misnotuð.
Ástæða skrifa minna er grein Matthildar sem birtist í Fréttablaðinu um af hverju karlmenn stíga ekki fram til að segja sínar sögur. Sjá hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)