Hvert munu kjósendur Samfylkingarinnar færa sig

Velti fyrir mér hvert kjósendur Samfylkingarinnar í höfuðstaðnum færi sig nú þegar framboðslistarnir liggja fyrir. Ljóst að frekja borgar sig, það sýndi liðhlaupinn Rósa Björk. Karlmennirnir eru öllu hógværari. Ekki á vísan að róa að kjósendur Samfylkingarinnar kunni að meta innrás femínistanna sem eru á öfgakantinum. Sjálf mun ég ekki kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum, þarf að leita á önnur mið. Vona að margir fylgi mér að máli.

Einn snjáldurvinur benti á að Viðreisn gæti grætt á femínistabrölti Samfylkingarinnar.


Bloggfærslur 14. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband