12.2.2021 | 14:12
Sjálfstraust 400 kvenna!
Mikið er sorglegt að heyra að 400 konur, eða hér um bil, skuli hafa svo lítið sjálfstraust vegna brjósta sinna að þær hafi ákveðið að setja eiturefni í líkamann til að fá stærri brjóst. Sumar þurfa þess með vegna krabbameins eða annarrar gildrar ástæðu. Fegrunarsjónarmið- galið! Þessi fjöldi er bara konurnar sem unnu mál gegn framleiðanda brjóstapúða. Svo eru allir hinir framleiðendurnir sem við vitum ekki um. Synd að konurnar noti ekki peningana í sálfræðing til að sættast við sjálfa sig. Stundum velti ég líka fyrir mér hvort karlmönnum finnist í alvöru gaman að leika með sílikon þegar kynlíf er stundað frekar en alvöru brjóst...en það eru nú bara vangaveltur!