Ásýndin, Brynjar, Hreinn og Jón!

Ólína Þorvarðardóttir sagði í Silfrinu ,,er það ásýndin eða inntakið sem við viljum að virki." Sagt í umræðum um Innanríkisráðuneytið sem fer með dómsmálin. Áslaug Arna léti ásýndina skipta meira máli en inntakið. Sýndi það í verkum sínum. Lét ofstækissamtökin Öfga, Stígamót og alls konar kvennahópa hafa áhrif. Reyndi að dansa eftir málefnum þeirra. Ekkert gerðist. Kom fram í myndbandi þar sem hún sagðist trúa þolendum, skilyrðislaust. Jón stendur betur að vígi þar, hlutlaus.

Jón byrjaði vel. Hann hefur nú þegar rætt við Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrotamál. Hann hefur skipað nefnd í Hjalteyrarmálið. Vel gert.

Inntakið er það sem skiptir máli. Jón þarf að láta til sín taka. Hef fulla trú að réttsýnir menn láti verkin tala. Það er enginn hlynntur kynferðisofbeldi. Eða öðru ofbeldi.

Fóstureyðing er ágreiningsmál. Þó Jón og Brynjar hafi kosið gegn frumvarpinu að eyða fóstri til 22 viku hefur það ekkert um verkgleði þeirra í ráðuneytinu að segja. 

Nú funda ofstækissamtök og konur til að hafa áhrif á ráðningu Jóns. Skoðana hans vegna. Leyfum honum að sýna og sanna hvað hann getur. Jón mun standa sig mun betur en Áslaug Arna og þarf ekki mikið til.

Verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar, Brynjari, Hreini og Jóni.


Bloggfærslur 5. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband