7.11.2021 | 21:07
Sálfræðingar fá ekki starfsleyfi
sem taka framhaldsnámið í útlöndum, en minnka á kröfur þeirra sem læra hér á landi. Það er eitthvað stórvægilegt að kerfinu, má með sanni segja. Sálfræðingar sem koma hámenntaðir í sálfræði frá útlöndum mæta girðingum í kerfinu. Ráðneytið veit ekki hvað þá vantar og Háskóli Íslands getur ekki sagt hvað vantar.
Á meðan vanar sálfræðinga, alls staðar.
Barna- og unglingasálfræðingur með starfsleyfi í Bandaríkjunum sem tók framhaldsnámið sitt þar fær ekki starfleyfi nema fara í óskilgreint ferli. Enginn getur sagt fyrirfram hvort hún fái leyfið, hvað vanti eða yfirhöfuð nokkurn skapaðan hlut. Svona missum við sálfræðinga úr landi.
Hér má sjá frétt um málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2021 | 14:31
Þökkum ríkisstjórninni fyrir
að svona er komið á Akranesi. Þeir hafa þrýst á um afléttingu sem um munar. Þeir sem liggja nú veikir með kóvid er ekki skemmt. Hvað þá þeim sem liggja í öndunarvél og geta ekki sagt frá.
Frá því að kóvid kom inn í landið hefur sóttvarnalæknir hamrað á persónulegum sóttvörnum. Hefur það skilað árangri, dæmi hver um sig.
Stjórnvöldum til skammar að herða ekki tökin enn frekar. Því miður eru kosningar yfirstaðnar. Dómsmálaráðherra er ein þeirra sem á að skammast sín.
Formaður félags atvinnuflugmanna sömuleiðis sem krefst afléttingar. Hefur maðurinn rætt við formenn félaga sem standa í framlínunni, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og náttúrufræðinga sem dæmi. Skyldi ekki vera annað hljóð í skrokknum á þeim bæjum, held það.
![]() |
Enn bætist við smitin á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2021 | 12:24
Sólveig Anna segir starfsfólk
Eflingar hafa það gott, kjaralega og fríðindalega séð. Hún fer með rétt mál. Held að þetta eigi almennt við um starfsmenn verkalýðsfélaga. Launin hærri en fólksins sem unnið er fyrir. Góð aðstaða og vinnutími oft sveigjanlegri en gengur og gerist. Sagt án þess að leggja mat á störf fólks.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)