5.11.2021 | 18:40
Verður næsti formaður Kennarasambands
Ísland sá sem sýnir karlfyrirlitningu? Spurning. Held ekki. Vona að kennarar á öllum skóastigum haldi sig frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur. Hún hefur í gegnum tíðina sýnt karlfyrirlitningu víða. Í ræðu og riti. Frambjóðandinn hefur öfgahjörð í kringum sig. Líka meðal kennara. Ef stjórinn í brúnni er haldin karlfyrirlitningu er ekki á vísan að róa að sambandið nái árangri.
Ef kennarar vilja konu er annar frambjóðandi kona, Anna María núverandi varaformaður.
Tveir karlar eru í framboði, Heimir og Magnús.
Úr nógu að velja og því á Hanna Björg ekki að vera valkostur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2021 | 13:40
Góðu lagi að stytta opnunartíma
verslana. Fæstir hafa nokkuð við svo langar opnunartíma að gera. Launakostnaður fer út í verðlagið. Allir eiga nóg af köldu geymslurýni eða öðru rými til að geyma vörur, í viku eða svo.
Öldurhús, nóg að hafa opið til eitt. Fólk getur byrjað að skemmta sér fyrr. Spurning um menningu. Hér er hún slæm þegar skemmtanir eru annars vegar.
Hins vegar finnst mér alvarlegt þegar formaður Félags atvinnuflugmanna kallar eftir algerri opnum. Hefur hann rætt við formenn Sjúkraliðafélagsins, hjúkrunarfræðinga, náttúrufræðinga og annarra stétta sem er í framlínunni. Afar sorglegt að lesa pistilinn sem hann senda frá sér.
![]() |
Ekki bara spítalinn sem ræður för |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2021 | 09:34
Auðvitað á að herða tökin
því ekkert réttlætir það mikla álag sem er á heilbrigðisstéttum. Við búum ekki til fólk allt í einu til að sinna veikum. Vitum það.
Kom að utan s.l. föstudag og þótti lítið mál að fylla út heimskomupappíra, sýna bólusetningavottorð. Ætti ekki að vefjast fyrir nokkrum ferðamanna. Hvað þá að fara í próf og sýna neikvæða niðurstöðu. Verðum að höfða til ábyrgðar einstaklinga, líka ferðamanna.
Enn heyrir maður að veiku fólki vegna covid. Þeir eru ekki spítalatækir, en veikir.
Gott að ríkisstjórnin herði tökin, smitin eru komin úr böndunum því landinn gat ekki stillt sig eins og þjóðin hefur orðið vitni af.
![]() |
Enn fleiri kórónuveirusmit í gær en í fyrradag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)