3.10.2021 | 18:04
Fjör verður í formannskosningum KÍ,
þrír hæfir fulltrúar (2 kk og 1 kvk) hafið gefið kost á sér og ein óhæf kona. Frestur til að bjóða sig fram rennur út á miðnætti á morgun og því forvitnilegt hvort fleiri hoppi á framboðsvagninn.
Það skiptir máli hver tekur við embættinu. Sá sem tekur við slíku embætti þarf að vera óumdeildur og það gildir um þá hæfu. Sú Óhæfa er umdeild, bæði innan samtakanna og í samfélaginu.
Bíðum átekta með framhaldið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2021 | 12:59
Þórunn Sveinbjarnardóttir er komin
á þing. Háskólamenntað fólk væntir að hún hafi ekki skipt um skoðun frá því hún var formaður BHM. Þess er vænst að hún berjist með kjafti og klóm á þinginu fyrir betri kjörum til handa þeim háskólamenntuðu stéttum sem ná ekki lágmarkslaunum í landinu. Samkvæmt opinberum tölum eru það 670 þúsund krónur. Grunnskólakennarar, eftir 5 ára nám, og hjúkrunarfræðingar ná sem dæmi ekki þessum launum.
Áhugavert viðtal við núverandi formann BHM á Sprengisandi í morgun. Skynsamur maður þar á ferð. Kjarasamningar eiga að taka við þegar aðrir renna út. Hér á landi kunna menn ekki þá list. Allt fer í bál og brand. Stéttir eru samningslausar í marga mánuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)