Fyrst bakkelsið, nú kexið

Fyrir stuttu kom frétt frá Akureyri að brauðgerð Kristjáns Jónssonar segði upp starfsmönnum vegna flutnings á framleiðslu suður. Nú er það kexverksmiðjan. Þetta er þróunina. Óhagkvæmt að reka verksmiðju á tveimur stöðum.

Atvinnumöguleikar á Akureyri eru fáir. Yfirleitt um láglaunastörf að ræða eins og hverfa nú. Akureyri er láglaunabær. Fátt um fína drætti þó ekkert lát sé á byggingu húsnæðis. Rétt eins og von væri á flóðbylgju fólks til höfuðstað norðursins. Svo er ekki. 


mbl.is Flytja framleiðsluna suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óþolandi

Réttur lögreglumanna í sóttkví á ekki að vera neinum skilyrðum háð. Gjörsamlega óþolandi þegar misgáfulegir yfirmenn taka svona ákvarðanir. Gerist á vinnutíma. Lögreglumenn eru enn með lausan samning. Ríkið hefur ekki séð sóma sinn í að semja við stéttina.

Þegar rætt er um framlínufólk er sjaldnast minnst á lögreglu, náttúrufræðinga, lífeindafræðinga, grunn- og leikskólakennara og verslunarfólk. Hjá fjölmiðlum virðast hjúkrunarfræðingar eina stéttin sem setur sig í hættu. Það er ekki rétt en þeir hafa verið háværastir.


mbl.is Lögreglumenn í sóttkví hafi ekki fengið greitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband