17.7.2020 | 20:37
Áhugaverður vinkill
Velti fyrir mér hvort verkfall þýði að félagsmenn verði launalausir á uppsagnartímanum. Getur maður hvoru tveggja verið á atvinnuleysisbótum eða hlutabótaleiðinni og farið í verkfall? Nær ótímabundið verkfall út yfir uppsögn, það má spyrja sig. Áhugaverður vinkill á málinu sem verður fróðlegt að fá svar við. Stjórn félagsins hefur í nógu að snúast, það má með sanni segja. Hljóta að stefna flugfélaginu til að fá úr því skorið hvort aðgerðir þeirra séu lögmætar. Góð prófraun fyrir verkalýðinn og fyrirtækin.
Margir velta fyrir sér hvort uppsagnirnar sé fyrsta skref að flutningi félagsins til annars lands. Eimskip gerði það...og ekki fór það hátt í samfélaginu. Dettifoss skráður í Færeyjum og þykir flaggskip Íslendinga sem við eigum ekki nokkurn skapaða hlut í.
![]() |
Kosið um ótímabundið verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2020 | 13:49
Kemur varla á óvart
Þessi ákvörðun kemur varla á óvart. Þegar samningsaðilar ná ekki saman eru góð ráð dýr. Tala ekki um á tímum sem þessum. Sama gert víða um heim. Verður fróðlegt að sjá hvað félagið gerir í framhaldi. Þeir ættu að venda sínu kvæði í kross og hætta sölu varnings um borð sem og áfengi á stuttum flugleiðum. Annað með lengri ferðirnar. Einfalda allt.
Velti fyrir mér hvort öryggisverðir verði ráðnir um borð enda hefur freyjufélagið talað um það lengi að mesta af vinnunni felst í öryggi um borð í vélunum.
Ávallt áhugavert að fylgjast með framvindu mála sem þessum.
![]() |
Segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)