16.6.2020 | 10:19
Áhugavert í skrifum Jóns Trausta
Jón Trausti Reynisson svarar skipstjóra einum á Samherjaskipi málefnalega á Visi.is. Skrif hans er svar við skrifum skipstjórans.
Hefur ekki farið framhjá neinum álit mitt á skrifum Jóns Trausta í tengslum við formsjármál. Ruslflokkur. Þar hefur hann að mínu mati farið illa að ráði sínu í mörgum greinum.
Í svargrein Jóns Trausta til skipstjórans skrifar hann ,,Það sem er síður virðingarvert þegar maður reynir að verja sitt fólk er þegar maður beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks til að ná fram tilgangi sínum." Nákvæmlega þetta hefur Jón Trausti gert í skrifum sínum um forsjármál. Vegið að trúverðugleika fólks, oftast feðrum, sem og meðritstjóri hans.
Nú velti ég fyrir mér, skiptir máli um hvaða málaflokk er rætt hvort trúverðugleiki sé til staðar eður ei. Ritstjórar Stundarinnar hafa gerst sekir um að segja einhliða frá forsjármálum, stundum á ljótan hátt, án þess að skeyta um trúverðugleika málsins.
Efast ekki að Jón Trausti hafi tekið ritstjórastefnu sína í gegn, eigin heilindi gagnvart málefnum og heimildaröflun þegar rætt er um forsjármál. Stundin (og reyndar DV) fór hamförum gegn manni sem sýknaður var í Landsrétti af ofbeldi sem fyrrum barnsmóðir hans ætlaði að negla hann fyrir, svo ég nefni eitt dæmi.