21.5.2020 | 21:15
Freyjunum ekki vorkunn
Freyjurnar hafa séð sóma sinn í að upplýsa landann, að hluta til, um launakjör þeirra. Allt bullið sem hingað til hefur komið fram rýrir málstað freyjanna. Birting launaseðils, markleysa. Freyjurnar eiga ekki mína samúð. Þær eru ekki á skítalaunum og ná vel upp í og yfir meðallaun í landinu, þvert á það sem þær hafa haldið fram.
Fyrir hlutastarf þéna freyjur og þjónar, sinni þeir 65 flugtímum, á bilinu 700 þúsund upp í og yfir milljón. Ekki slæmt fyrir starf sem þarf nánast enga menntun né kostnað við menntun. Almenni geirinn borgar vel, óhætt að segja það.
Stúdentsprófið er eins og gagnfræðapróf í gamla daga- aðgangsmiði í áframhaldandi nám, engin starfsréttindi.
Hlunnindi, eins og flugferðir, ekki gefnar upp. Tekjur og kallast sporslur.
Styð Icelandair í þessu máli og hef löngum sagt, flugstéttir hafa misnotað verkfallsrétt sinn og þannig þvingað fyrirtækið til samninga, vegna sérstöðunnar. Flug til og frá landinu.
Freyjur hjá Icelandair eru í engu betri en aðrar freyjur víða um heim og verðskulda ekki hærri laun þess vegna. Hef flogið með útlenskum flugfélögum þar sem freyjurnar fá hærri frammistöðueinkunn en þær íslensku. Misjafnt er mannanna mat á þjónustu og þjónustulund freyjanna.
21.5.2020 | 12:40
Sama tuggan hjá freyjunum...
Enn tyggja freyjurnar sömu tugguna. Virðast ekki vilja gefa upp launakjör sín en tala um aukna vinnu gegn lægri launum. Leyfið landanum að heyra í raun hvað ber á milli. Það segir manni lítið að bæta við sig 20% þegar viðmiðið er ekki vitað.
Hver eru mánaðarlaun fyrir 100% starf- ósvarað
Hve margar vinnustundir er á bak við 100% starf- ósvarað
Hvaða sporslur fá freyjur, s.s. ókeypis flug- ósvarað
Hver er sölubónus af skransölunni- ósvarað
Hver er ávinningur af matar- og drykkjarsölu- ósvarað
Hvað eru dagpeningreeiðslur háar- ósvarað
Greiðir Icelandair hótel og mat á lengri ferðum- ósvarað
Aksturspeningar eru þeir greiddir- ósvarað
Álagsgreiðslur vegna kvöld, nætur og helgarvinnu- ósvarað
Væri ekki ráð að upplýsa landann um kjörin, hefur lítið að segja að tyggja sömu tugguna.
Sé vinna á bak við 100% laun 100 klst. þá telst það um 60% vinna hjá öðrum sem þurfa að skila 173 stundum á mánuði fyrir fullt starf.
Þeir sem vinna á kvöld- helgar- og næturvöktum fá vaktarálag.
![]() |
20% aukið vinnuframlag á móti 12% launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2020 | 09:03
Landsmenn fávísir að mati samninganefndar flugfreyja
Í síðdegisútvarpinu í gær ræddu þáttastjórnendur við formann samninganefndar flugfreyja. Þar sagði hún samninginn flókinn og að almenningur skilji hann ekki. Mér þykir afar einfalt að segja, hver eru mánaðarlaunin fyrir 100% starf og hve margar vinnustundir þurfa freyjurnar að vinna fyrir það. Hún sagði kjarasamninginn í flugstundum ekki klst. Getur ekki verið mikið mál að breyta flugstundum í klst. Sporslur, skil alveg þegar sagt er að freyja megi fljúga ókeypis með flugfélaginu og taka maka með. Verðmæti upp á annað hundruð þúsund hver ferð. Ég veit líka hvað sölubónus, dagpeningar og aksturspeningar eru. Formaður samninganefndar talaði til landans eins og þeir séu fávísir. Ég held hins vegar að freyjurnar vilji ekki gefa upp raunveruleg laun sín og vinnustundir, þá gæti samúðin horfið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)