Hver eru launakjörin og hvað er í boði?

Tvær leiðir eru í boði. Taka á sig tekjuskerðingu og ,,kannski" skerðingu á réttindum eða atvinnumissi. Hvorugur kosturinn glæsilegur.

Velti fyrir mér hvað sé í boði fyrir flugstéttir. Hvaða launakjör eru rýrð. Kjarasamningur flugstétta er ekki gegnsær. Ferðir til og frá Keflavík eru væntanlega á kostnað vinnuveitenda. Ókeypis flugmiðar með flugfélaginu er væntanlega aukagreiðsla sem ekki þarf að greiða skatt af. Sala á ,,ónauðsynlegum" varningi og mat gefa einhverja 1000 kalla í hverri ferð. Dag- og fæðispeningar. Svo má spyrja borgar Icelandair hótel í útlöndum þannig að dagpeningar verða að duldum launagreiðslum. Margt sem almenningur ekki veit og væri lag að upplýsa.


mbl.is „Þetta er grafalvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband