Icelandair stillir viðskiptavinum upp við vegg

Ég er sammála þeim farþegum Icelandair, íslenskum sem útlenskum, sem finnst lítið til þeirra koma um þessar mundir. Það er skýrt í neytendaskilmálum, falli flug niður á að endurgreiða það sagði ritstjóri túrista.is í morgunútvarpinu. Ódýrasta flugið er ekki hægt að endurbóka, þarf að hafa samband við flugfélagið.
 
Icelandair heldur hins vegar öllu flugi inni, hafa ekki aflýst neinu fram í tímann. Þeir bjóða farþegum að breyta bókun eða afbóka. EKKI ENDURGREIÐSLU. Þeir sem afbóka eiga ekki rétt á endurgreiðslu og þeir sem breyta bókun eða fá inneignarnótu neyðast til að fljúga með fyrirtækinu síðar og innan tímamarka. Á síðunni segja þeir ,,Ef þú vilt breyta bókuninni án þess að greiða breytingagjald, verður ferðalaginu í nýju bókuninni að vera lokið fyrir 1. janúar 2021."
 
Hægt að sækja um ferðainneign í stað afbókunar og breytingar en á síðu þeirra stendur ,,Ef þú bókaðir flug fyrir 3. mars 2020, í ferðalag sem lýkur fyrir 1. maí 2020, getur þú afbókað ferðina og sótt um ferðainneignarnótu." ENGINN ENDURGREIÐSLA!
 
Viðskiptavinur þarf að greiða mismun sé jafndýrt fargjald ekki sölu, en sé það hins vegar ódýrar fær hann ekki mismuninn. Góð þjónusta- nei það finnst mér ekki.
 
Ætli viðskiptavinur að treysta á lukkuna að Icelandair felli niður flug verður hann að bíða milli vonar og ótta að hann tapi ekki peningunum, því þú verður að afbóka með tveggja sólarhringa fyrirvara en Icealandair getur fellt niður flug nánast fram að brottför. Eins og þeir segja á upplýsingavef sínum ,,Þú getur fylgst með flugáætlunarsíðu okkar inni á vef Icelandair. Þar munum við setja inn upplýsingar um flug sem felld hafa verið niður í dag."

Bloggfærslur 27. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband