28.12.2020 | 20:54
Takið ykkur taki konur!
Enn berast fréttir af að konur standi vaktina oftar en karlar á kóvídtímum. Orðin þreytt á fórnarlambshlutverki kvenna í þessum efnum. Takið ykkur taki konur, segið sambýlingi eða maka frá og jafnið vinnuna. Jafnréttið byrjar heima. Hættið kvarti og kveini og látið í ykkur heyra inni á heimilinu. Samfélagið getur ekki hjálpað ykkur inni á heimilinu.
Oftar en ekki vill konan stjórna. Maðurinn á að sinna heimilisstörfum eftir hennar höfði. Margar hliðar á málum sem gerast innan veggja heimilisins.
Einstæðir foreldrar standa að sjálfsögu einir vaktina, hvort heldur sem það er móðir eða faðir. Augljósar ástæður.
Dv er með enn eina fréttina um konur sem fórnarlömb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2020 | 16:50
Afsaka sig í bak og fyrir
Eigendur Ásmundarsal reyna eins og rjúpa við staur að verja gjörðir sína. Það er skárra að segja að fjöldatakmarkanir voru í lagi en sóttvarnir ekki, í stað þess að segja við stóðum ekki vaktina. Hafi menn ekkert að fela er betra að þegja.
Lögreglan kom á staðinn. Þeir vonandi geta metið hvort hjónin hafi brotið fjöldatakmarkanir. Veitingahúsa- og bareigendur munu fylgjast náið með, enda þeirra rekstur undir.
Auðvitað á að sekta alla sem brutu sóttvarnarlög. Líka þá sem voru í slagtogi með fjármálaráðherranum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)