24.12.2020 | 11:34
Segðu af þér
Ríkisstjórnin brýnir þjóð sína. Ríkisstjórnin bannar fleirum en 10 að hittast. Ríkisstjórnin setur reglur svo ógerningur er fyrir gamla að vera hjá ættingjum sínum. Svona mætti lengi telja. Fólk sem á veikt foreldri kemur frá útlöndum of virðir sóttvarnalög til hins ýtrasta.
Fjármálaráðherra fer ekki eftir eigin lögum. Biðst afsökunar. Óviðunandi. Segja af sér. Ekkert minna dugir. Á að vera fyrirmynd. Fyrr má nú rota en dauðrota.
Segðu af þér, það er ábyrgð hegðun og eina afleiðingin sem þjóðin á að sætta sig við.
![]() |
Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2020 | 10:03
Burt með ráðherrann
Vammleysisreglan á að gilda um þingmenn og ráðherra. Nú hefur einn ráðherrann brotið hana, heldur betur. Ríkisstjórnin hefur brýnt þjóðina að sýna af sér skynsemi, hópast ekki saman og gæt að sóttvörnum. Einn ráðherrann gat það ekki. Burt með hann. Fyrr en seinna. Hefur misst trúverðugleika. Félegur félagsskapur sem hann umgengst sem kallar lögreglu sem sinnir starfi sínu ,,nasista."
Í útlöndum hafa ráðherrar og þingmenn sagt af sér fyrir brot á ströngum sóttvarnalögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)