9.11.2020 | 19:40
Kæra smit á Landakoti?
Ég get svo svarið það. Hvaða fávita dettur í hug að spyrja hvort smitið sem komst inn á Landakot verði kært til lögreglu. Páll hefði átt að svara afdráttarlaust, að sjálfsögðu ekki, ekkert saknæmt átti sér stað. Standa með sínu fólki. Ég vorkenni heilbrigðisstarfsmönnunum sem þurfa að sitja undir slíku af hálfu blaðamanna og í einhverjum tilfellum aðstandendum. Eigi að sækja starfsmann til saka þá er eins gott að byrja úti í samfélaginu vilji einstaka fjölmiðlamenn finna sökudólg. Ætli þeir smituðu hafi ekki nóg með sig nú þegar og sér í lagi hafi þeir smitað aðra. Hélt mér hefði misheyrst, nei það var nú ekki.
9.11.2020 | 08:22
Hjartanlega sammála
Sammála að fólk eigi að hafa tækifæri til að komast inn á öldrunarheimili ef það vill. Meira að segja mætti það fara fyrr inn á slíkt heimili áður en það missir heilsuna. Samvera með öðrum gerir flestum gott. Galli á kerfinu eins og það er í dag er að fólkið kemur of veikt inn og getur því ekki notið þess sem dvalar- og elliheimili hafa upp á að bjóða. Að búa heima eins lengi og fólki er unnt passar ríkiskassanum vel.
![]() |
Ekki best að hafa fólk heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |