19.2.2019 | 17:51
Alger hugsunarvilla
,,Þar á meðal hækkun barnabóta til þeirra sem lægst hefðu launin og annað væri í farvatninu." Mér er óskiljanlegt af hverju þingmenn tala alltaf um að þeir sem lægstu launin hafa séu með börn. Hér getur verið um að ræða feður sem borga meðlög, lifa í fátækt. Hér getur verið um einstaklinga að ræða á leigumarkaðnum og á ekki rétt á neinum barnabótum, vantar börn. Það eru margir hópar í samfélaginu sem lifa á lægstu laununum án þess að eiga börn. Þess vegna hjálpar það ekki Bryndís að laga bara aðstæður barnafólks og skilja hina eftir. Þetta er hugsanavilla sem þarf að rétta af.
![]() |
Hroki að hóta þingmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2019 | 17:45
Ríða feitum hesti...í boð ríkisstjórnarinnar.
Þá liggur það fyrir. Ríkisstjórnin tilbúin að rétta verkalýðnum smáraura á fati. Þeir ríða feitum hesti eftir útspili Katrínar, Bjarna og hinna sem sitja á þingi. Verkalýðsforystan svarar þessu væntanlega fljótlega. Kannski við búum okkur undir skæruverkföll ýmist í einum geira eða fleirum. Mér þykir skömm af þessum tillögum. Ríkisstjórnin hefði getað gert betur.
![]() |
Boða nýtt 32,94% skattþrep |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)