,,Mæður beita líka ofbeldi“...segir Dofri Hermannsson

Hér verður viðtal við Dofra Hermannsson birt í heild sinni. Hann gagnrýnir, réttilega, hreyfinguna ,,Líf án ofbeldis" sem vill bara hjálpa hluta barna sem búa við ofbeldi. Hin mega eiga sig eftir því sem hreyfingin hefur skrifað og sagt.

 

Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra tryggi öryggi og vernd barna í forsjár- og umgengnismálum. Tuttugu konur sem hafa stofnað hreyfinguna Líf án ofbeldis standa fyrir undirskriftarsöfnuninni. Þær segja að reglan sé, frekar en undantekningin, að mæðrum sem greina frá ofbeldi sé ekki trúað og þeim gert ókleift að vernda börnin sín. Þær kalla eftir að sýslumaður hlusti á áhyggjur mæðra en bíði þess ekki að dómur falli yfir ofbeldismanni. 

 

Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir í fyrsta lagi ekki rétt að beðið sé eftir dómi. „Þannig að ég sé ekki tilganginn með þessu.“

Svar frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu staðfestir orð Dofra. Þar segir að hagsmunir barnsins ráði alltaf þegar úrskurðað er um umgengni barns. Ef ásakanir um ofbeldi komi fram í umgengnismáli sé brugðist við þeim með rannsókn máls, viðtölum, gagnaöflun og umsögn sérfræðings. Í úrskurði geti sýslumaður ákveðið m.a. að jöfn umgengni eigi að fara fram, umgengni sé verulega takmörkuð eða umgengnisréttar njóti ekki við.

Hatursfull nálgun

Dofri segir óháð því að undirskriftarsöfnunin sé vegna einhvers sem nú þegar er til staðar þá finnist honum undarlegt að farið sé í söfnun til að bjarga helmingi barna úr ofbeldisaðstæðum.

„Það er þekkt staðreynd að mæður beita börn ekki síður ofbeldi en undirskriftarlistinn beinist bara að feðrum sem beita ofbeldi. Það er svipað og hópur hvítra foreldra myndi biðja ríkið að bregðast við ofbeldi svartra gegn börnum sínum. Mér finnst þetta hatursfull nálgun. Mér finnst Líf án ofbeldis vera meira upptekin af hatri og ótta sínum á feðrum en ást á börnum."

Dofri vísar í nokkrar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Ameríska rannsókn sem gerð var á ofbeldi í nánum samböndum, nýlega danska rannsókn um ofbeldi á börnum og íslenska BA-ritgerð um sama efni.

Öll gögn frá Kvennaathvarfinu, Neyðarmóttöku, lögreglu sem hefur afskipti af heimilisofbeldi og svo framvegis sýna aftur á móti skýrt að karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur í nánum samböndum á Íslandi.

„Já, þessi gögn sýna það. Ef ég myndi gera könnun á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Melabúð fengi flokkurinn ekki hátt fylgi og VG ekki í Garðabæ. Þú getur ekki alhæft um ofbeldi í nánum samböndum út frá þeim sem koma í Kvennaathvarfið, hvar er Karlaathvarfið?“

Í þessu sambandi útskýrir Dofri að karlmenn kalli síður á hjálp ef þeir verða fyrir ofbeldi, þeir segi varla nánum vinum sínum frá, hvað þá lögreglu.

 

Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir í fyrsta lagi ekki rétt að beðið sé eftir dómi. „Þannig að ég sé ekki tilganginn með þessu.“

Svar frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu staðfestir orð Dofra. Þar segir að hagsmunir barnsins ráði alltaf þegar úrskurðað er um umgengni barns. Ef ásakanir um ofbeldi komi fram í umgengnismáli sé brugðist við þeim með rannsókn máls, viðtölum, gagnaöflun og umsögn sérfræðings. Í úrskurði geti sýslumaður ákveðið m.a. að jöfn umgengni eigi að fara fram, umgengni sé verulega takmörkuð eða umgengnisréttar njóti ekki við.

Hatursfull nálgun

Dofri segir óháð því að undirskriftarsöfnunin sé vegna einhvers sem nú þegar er til staðar þá finnist honum undarlegt að farið sé í söfnun til að bjarga helmingi barna úr ofbeldisaðstæðum.

„Það er þekkt staðreynd að mæður beita börn ekki síður ofbeldi en undirskriftarlistinn beinist bara að feðrum sem beita ofbeldi. Það er svipað og hópur hvítra foreldra myndi biðja ríkið að bregðast við ofbeldi svartra gegn börnum sínum. Mér finnst þetta hatursfull nálgun. Mér finnst Líf án ofbeldis vera meira upptekin af hatri og ótta sínum á feðrum en ást á börnum."

Dofri vísar í nokkrar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Ameríska rannsókn sem gerð var á ofbeldi í nánum samböndum, nýlega danska rannsókn um ofbeldi á börnum og íslenska BA-ritgerð um sama efni.

Öll gögn frá Kvennaathvarfinu, Neyðarmóttöku, lögreglu sem hefur afskipti af heimilisofbeldi og svo framvegis sýna aftur á móti skýrt að karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur í nánum samböndum á Íslandi.

„Já, þessi gögn sýna það. Ef ég myndi gera könnun á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Melabúð fengi flokkurinn ekki hátt fylgi og VG ekki í Garðabæ. Þú getur ekki alhæft um ofbeldi í nánum samböndum út frá þeim sem koma í Kvennaathvarfið, hvar er Karlaathvarfið?“

Í þessu sambandi útskýrir Dofri að karlmenn kalli síður á hjálp ef þeir verða fyrir ofbeldi, þeir segi varla nánum vinum sínum frá, hvað þá lögreglu.


Bloggfærslur 6. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband