Sammála og þingmenn eiga að sýna fjölskyldu sinni virðingu

Við eigum ekki marga góða þingmenn. Við eigum ekki marga þingmenn sem starfa samkvæmt almennu siðgæði eða siðfræði. Kráarþingmennirnir hafa sýnt það og sannað eina ferðina enn. Virðist vera keppni meðal þingmanna. Alveg sama hvað gengur á, segi ekki af mér. Lýðurinn verður að sýna þeim að þeir fóru yfir strikið. Lýðurinn verður að sýna þeim að þeir eigi að axla ábyrgð.

Nú er svo komið að sögur berast af Gunnari Braga fullum á sýningum sem á ekki við rök að styðjast, samkvæmt syni hans. Engin ástæða að rengja það. Hins vegar er athyglisvert að þingmaðurinn láti þetta yfir fjölskyldu sína ganga í stað þess að segja af sér. Kráarþingmaðurinn mun alla tíð verða bendlaður við málið. Menn munu grandskoða orð hans, ferðir og gjörðir á komandi árum. Er það á fjölskylduna leggjandi, spyr sá sem ekki veit.

Kráarþingmennirnir hafa misst trúverðugleika lýðsins. Þeim ber að segja af sér. 


mbl.is Vilja Klaustursþingmenn ekki aftur á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband