Forystusauðum KÍ til skammar

Fer ekki í grafgötur með að ég átti ekki til eitt einasta orð þegar stjórnarmaður Skólastjórafélags Íslands hóf lestur ályktunarinnar. Það leið ekki langur tími þar til lesturinn var stoppaður, sem betur fer. Valdníðsla þessara kvenna virðist ekki eiga sér nein takmörk. Lýðræðið átti að troða niður í svaðið og láta Ragnar Þór ákveða hvort yrðu aðrar kosningar. Hann hefur enga lagaheimild til þess. 

Þingfulltrúar lásu það á mbl.is að áskorun yrði tekin fyrir á þingi síðar um daginn. Til að lauma þessari áskorun inn settu stjórnarmenn aðildarfélagana kynningu á ,,Einnig ég" hreyfingunni. Í kjölfarið, án þess að nokkur almennur þingfulltrúi vissi, var allt annað málefni komið á dagskrá.

Hafi þær skömm fyrir þessar konur, þær gerðum engum greiða, þær tröðkuðu á lýðræðinu sem á að ríkja í hverju félagi og að mínu mati urðu sjálfum sér til skammar.


mbl.is Tillögu um áskorun vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband