8.6.2017 | 20:16
Gott að leyfi frá húsfélagi þurfi við svona rekstur
Dómsorð:
Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu Skæringsdóttur, skráðum eiganda íbúðar 202 að Vatnsstíg 15, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda, Húsfélaginu 101 Skuggahverfi I.
Viðurkennt er að stefnda Guðlaugi Rúnari Guðmundssyni, skráðum eiganda íbúðar 101 að Vatnsstíg 21, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.
Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu og Guðlaugi Rúnari, skráðum eigendum íbúðar 302 að Vatnsstíg 19, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki I í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.
Stefndu greiði stefnanda óskipt 2.125.091 krónu í málskostnað.
Hvort blaðamaður mbl.is hafi lesið dóminn til enda veit ég ekki en hann heldur fram að húsfélagið hafi tapað. Sé svo þá les ég dómsorðin ekki rétt.
![]() |
Sýknuð af kröfum húsfélagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)