Færsluflokkur: Bloggar

Villuráfandi sauðir í Jafnréttisnefnd Kennarasambandsins

Grein Völu Hafstað hefur fengið mikla athygli. Menn eru sammála henni um tungumálið okkar, íslenskuna. Vala kallar þá sem herja á tungumálið, eins og veira herjar á líkamann, hermenn nýlenskunnar. Grunnskólakennarar leggjast svo lágt að láta börn leiðrétta rétt málfar segir Vala. Þeir grunnskólakennarar fara í búning hermannanna. Hvers eiga börnin að gjalda? Hvaða skólastjóri samþykkir slíkt skemmdarverk á íslenskunni?

Jafnréttisnefnd lagði fram ályktun á tveimur síðustu þingum Kennarasambandsins. Undir forystu kynjafræðingsins Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur skyldi hernaðurinn um kynlaust tungumál hefjast. Vanþekking nefndarmanna á íslenskri málfræði er hrópandi. Ragnar Þór, fyrrverandi formaður KÍ, notaði ekki stöðu sína til að eyðileggja tungumálið. Sama gerði Þorgerður Diðriksdóttir, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara. Þau sýndu tungumálinu virðingu og notuðu eins og kennarar og lýðurinn hefur lært.

Annað er upp á tengingum nú þegar Magnús Þór Jónsson og Mjöll Matthíasdóttir sitja í formannssætunum. Breyta skal íslenskunni til að þóknast umræddum hermönnum. Afkynjun tungumálsins heitir það hjá Kennarasambandi Íslands. Formennirnir virðast hafa gleymt að líffræðilegt kyn og kyn í tungumáli er ekki það sama eins og Vala Hafstað hefur bent á. Það eru aumir formenn í stjórn Kennarasambands íslands sem standa ekki með íslenskri tungu. Enginn úr stjórn gerði það á þingunum. Ekkert ÞEIRRA!

Svo langt ætlar formaður KÍ og stjórn hans að ganga að þeir leita nú að nýju orði fyrir formaður. Magnús Þór gerði góðlátlegt grín af því á ráðstefnu sem KÍ hélt í byrjun apríl, en fullur ásetningur til staðar, afkynja á íslenskuna sem notuð er í sambandinu.

Aðför að málfræðigrunninum segir Vala og Kennarasamband Íslands státar sig af slíkri aðför. Breytir félagsmanni í félagsfólk, breytir allir í öll, þau í stað þeir… o.s.frv. Formenn KÍ og Fg setja kennarastéttina niður sem þau segja á góðum dögum að séu sérfræðingar.

Tungumálið er bundið með málfræðinni er hvorki skoðun eða tilfinning manna. Málfræðinni verður ekki breytt nema tungumálið verði tekið til alls herjar endurskoðunar.

Kennarar sitja uppi með stjórnir sem er á valdi hermanna nýleskunnar. Hvernig dettur þessu fólki í hug að ræða verndun tungumálsins á tyllidögum en nauðga íslenskunni inn á milli?

Hér má lesa ályktun Kennarasambandsins 2022.

Hér má hlusta á Völu.

Hér má lesa greinina.


Fyrirtæki segja skilið við hinsegin gönguna

Undur og stórmerki hafa gerst. Fyrirtæki í Danaveldi sjá ljósið. Þau hafa nú hvert af öðru hætt stuðningi sínum við gleðigönguna í Kaupmannahöfn. Fyrirtækin eru Mærsk, Novo Nordisk, DFDS (sér um ferjurekstur)og Nykredit. Nú síðast slóst TV 2 í hóp þessara fyrirtækja. Án fyrirtækja verður gleðigangan ekki eins mikil um sig. Hér er um styrktaraðila sem munar um fyrir gleðigönguna. Styrkir í gönguna nema um 8.5 milljónum danskra króna.

Ástæðan fyrir fjarveru þessara fyrirtækja er krafa forsvarsmanna Gleðigöngunnar og systursamtak trans Samtakanna 78 í Danaveldi. Þetta fólk vill að fyrirtækin taki afstöðu með eða á móti Palestínu. Ekkert hlutleysi í boði. Því fór sem fór. Gott að þessi fyrirtæki láti ekki kúga sig á þann hátt sem trans samtökin ætla sér að gera. Trans samfélagið er ekki ósnertanlegt þó þau telji sig vera það, allt í nafni minnihlutahóps.

Fyrirtæki sem láta ekki kúga sig af samtökunum fá fjöður í hatt sinn. Vonandi sjá fleiri fyrirtæki sér leik á borði að yfirgefa þessa samkundu. Valdið sem þessu fólk var fært á silfurfati átti að misnotað með valdþorsta. Eins og Amy Tan segir: ,,Vald er að halda ótta annars í sínum höndum og sýna þeim það.“

Hér má lesa um fréttina.

Á auglýsingu um hinsegin göngunnar líkir formaður nefndarinnar hryðjuverkasamtökunum HAMAS  við andspyrnuhreyfinguna í Danmörku! Hvílík niðurlæging fyrir Danskt samfélag. 

Nú er staðan sú að formaðurinn nefndarinnar sagði af sér. í Danaveldi eins og hér reyna menn að afkynja tungumálið, tala um ,,forperson" í stað ,,formand." Aumkunnarvert.

Er nóg að hann segi af sér, á nefndin ekki að hverfa frá störfum? Lesið um málið hér.

pride ganga


Geðveikin greip þýska stjórnmálamenn

Ný lög í Þýskalandi heimilda 10 þúsund evra sekt ef flett er ofan af raunverulegu kyni fólks, nema það sé í tengslum við málsókn eða rannsókn lögreglu. Þetta er fyrirsögn á bloggi Lotte Ingerslev.

Þetta er ekki það eina við þessi lög, þetta er það versta. Hér má lesa fréttina en í henni segir.

,,Nú geta eldri en 18 ára breyst í karlkyns, kvenkyns eða fjölbreytt kyn, þriðja kynjavalkostinn sem þegar er til staðar samkvæmt þýskum lögum. Þýsku lögin hafa sem betur fer annmarka, börn 14-18 ára þurfa samþykki lögráðamanns.

Lögin heimila líkamsræktarstofum, baðstofum og öðrum stöðum þar sem búnings- og baðklefar eru að ákveða hvort t.d. trans kona með kynfæri karls fái aðgang að kvennaklefanum."


Cass- skýrslan, skyldulesning leik- og grunnskólakennara

Komin er skýrsla um trans málefni sem allir ættu að kynna sér sem vinna með börnum og unglingum. Sérstaklega margir skólastjórar, leik- og grunnskólakennara sem virðast hafa köllun til að transvæða börn. Þeir virðast ekki skilja skaðann sem þeir geta valdið barninu. Enginn skóli á að setja málaflokkinn í öndvegi hvað þá að vera með áróður innan veggja skólanna.

Kennarasamband Íslands ætti að girða sig í brók og senda krækju að skýrslunni til allra kennara í samtökunum og benda á þá hættu sem kennarar setja börnin í, t.d. með fornöfnum trans-hreyfinga og félagslegum umskiptum.

,,Fólk smjattar á og uppnefnir aðra á samfélagsmiðlum eins og verstu hrekkjusvín. Þessu verður að linna." Segir í Cass skýrslunni. Menn hafa ekki farið varhluta af svona viðbrögðum hoppi þeir ekki á trans-vagninn gagnrýnislaust.

,,Rannsóknir sýna að börn eru líklegri til að fara í læknismeðferð hafi þau tekið full félagsleg umskiptum áður en þau koma á stofnun sem sér um málaflokkinn. Ekki er vitað hvað orsök og hvað er afleiðing.“ Mikilvægt er að börnum sé ekki hent á fornafna-vagninn. Að þau séu ekki látin taka upp fornöfn sem trans-hreyfingar hafa búið til og kennt er í mörgum skólum hér á landi.

Við skýrslugerðina lögðu vísindamennirnir mat á 20 innlendar og alþjóðlegar viðmiðunarreglur um meðferð. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að aðeins tillögur Finnlands og Svíþjóðar væru unnar eftir öguðum vinnubrögðum í kjölfar gagna.

Vísbendingar styðja ekki, að það dragi úr kynkvíða að draga úr kynþroska barna. Ekki er hægt að vita hvernig kynþroskahömlun hefur áhrif á andlegan og sálrænan þroska, frjósemi, hæð, vöxt og heilsu. Sú staðhæfing að kynþroska bælandi meðferð dragi úr sjálfsvígum ungs fólks á ekki við rök að styðjast. Það er engin leið að vita hver muni hafa varanlega trans sjálfsmynd, þrátt fyrir inngrip.

Stoppa lyfjagjafir

Í skýrslunni er mælt með því að hætt verði að stöðva kynþroska unglinga með svokölluðum hormónablokkurum sem hluta af rannsókninni. Hormón af hinu kyninu sem breyta útliti ætti að gefa fyrir 18 ára aldur ,,með mikilli varúð."

Rannsaka þarf málflokkinn betur. Upplýsa þarf þá sem vilja snúa við og aðstoða þá.

MARGAR AF ÞEIM RANNSÓKNUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ HINGAÐ TIL reyndust gæðalitlar. Cass segir að niðurstöðurnar hafi verið ýktar og rangfærðar bæði í rannsóknarritum og í opinberri umræðu frá öllum hliðum baráttunnar.

Margir berjast af einlægni fyrir hagsmunum ungs fólks en umræðan er eitruð og fagfólk óttast opna umræðu. Það er ungt fólk sem þjáist vegna þessa, skrifar Cass í formála.

Bæði Stonewall og Mermaids samtökin styðja skýrsluna og benda á að auka þurfi gæðin í rannsóknum og meðferðum.

Félagsleg umskipti árangurslaus

Engar skýrar vísbendingar fundust um að félagsleg umskipti barna skili tilætluðum árangri, þ.e.a.s. breyta klæðaburði, hárgreiðslu, fornöfnum og nafni til að passa inn í staðaímynd hins kynsins. Rannsóknir sýna að geri börn það eiga þau síður afturkvæmt í fæðingarkynið. Þessi börn eru líklegri til að biðja um læknisfræðilega aðstoð. Ástæða og afleiðingar eru ekki þekktar.

Forðast ber fljótfærnislegar ályktanir um leik og klæðaburð barna. Leyfa á barninu að njóta sín eins og það er á ólíkum tímum þroskaskeiðsins. Ef líffræðilegt kyn er hulið fyrir umhverfinu getur óttinn við að afhjúpa það valdið mikilli streitu hjá barninu.

Engar breytingar á líffræðilegu kyni

Gen, heilabygging og hormón hafa verið notuð til að finna orsök transhneigðar fólks. Það hefur ekki fundist.

Cass skrifar að sumir einstaklingar kunni enn að hafa líffræðilegan þátt sem gæti haft tilhneigingu til kynjaátaka sem við skiljum ekki enn. Líffræði hefur hins vegar ekki breyst á tíu árum. Það hljóta að vera aðrar ástæður fyrir stigmögnum fyrirbærisins.

Engin skýring

Menn hafa leitað en ekki fundið skýringu á veldisvexti hjá ungu fólki sem telur sig vera trans. Kynslóðir sem alast upp með símann í hönd og með samfélagsmiðlana opna allan sólarhringinn hefur fengið nýja leið til þess að auka kvíða.

Samkvæmt skýrslunni ætti að skoða kynkvíða í ljósi aukinna geðrænna vandamála og nýrra streituvalda meðal ungs fólks. Kvillinn er tíðari hjá stúlkum en strákum. Bresk rannsókn frá 2018 kannaði tengsl notkunar samfélagsmiðla og þunglyndiseinkenna með því að nota gögn frá tíu þúsund 14 ára unglingum. Í ljós kom að 43% stúlkna notuðu samfélagsmiðla lengur en þrjár klukkustundir á dag, samanborið við 22% drengja.

Stúlkur stóðu frammi fyrir netspjalli og voru líklegri til að þjást af lágu sjálfsáliti, voru oftar óánægðar með útlit sitt og þjáðust af svefnvandamálum. Um 78% stúlkna voru óánægðar með þyngd sína. Vandamálin tengdust annars vegar þunglyndiseinkennum og hins vegar tíma á samfélagsmiðlum.

Aðrir andlegir kvillar vega þungt

Þunglyndis- og kvíðaeinkenni eru algeng meðal ungs fólks sem kemur í meðferð við kynkvíða. Sömuleiðis átraskanir, ofbeldi í æsku, sjálfsskaði og einhverfa, sem getur valdið erfiðum breytingum á kynþroskaskeiðinu.  Hjá sumum börnum hafa aðrir erfiðleikar komið á undan kynkvíða, hjá öðrum öfugt. Það er ekki alltaf ljóst hvernig önnur vandamál hafa áhrif hvert á annað. Csaa segir að einföldun alhæfinga sé gagnslaus.

Börn ættu að fá meðferð, sálfélagslegan stuðning og meðferð við þeim vandamálum sem þeir hafa.

Sumir trans aðgerðasinnar hafa fordæmt nálgunina sem ,,endurreisnarmeðferð" og segja hana ganga út á að breyta trans sjálfsmynd sinni hjá ungu fólki. Cass segir að það að taka tillit til annarra vandamála þýði ekki að ógilda kynkvíða. Í sumum tilfellum reynist læknismeðferð rétti kosturinn.

Hér og hér má lesa umfjöllun um skýrsluna.


Stjórnandi sem umber tjáningarfrelsi og skoðanir fólks

Á fundi sem bloggari sat fyrir nokkru kom spurning, ef þú væri stjórnandi hvaða kostir eru mikilvægastir í fari stjórnanda. Fyrir bloggara er svarið auðvelt. Stjórnandi sem virðir tjáningarfrelsi og ólíkar skoðanir er hæfur og góður stjórnandi. Þegar tjáningarfrelsi er virt skapast umræður um ólík málefni sem fær gagnrýna umræðu. Hjá stjórnanda sem hefur tjáningarfrelsið ekki í heiðri verður öll umræða einhliða.

Aðrir á fundinum töluðu um allt annað. Að mati bloggara skiptir það minna máli, því ríki ekki tjáningarfrelsi og virðing fyrir skoðunum annarra hverfur margt annað, á vinnustað, stjórn- og í félagsmálum.

Allt okkar samfélag byggist á lýðræðislegum skoðunum og málfrelsi. Það ætti ekki að skerða á nokkurn hátt. Sá sem tjáir sig ber ábyrgð á orðum sínum, sögðum og rituðum.

Geir Ágústson skrifaði grein sem birtist á Krossgötum og lesa má hér. í greininni stendur: ,, Málfrelsi með litlu emmi er raunverulegt umburðarlyndi fyrir tjáningu annarra, hvort sem menn fylgjast með henni eða ekki. Menn geta verið ósammála eða ekki, sannað með óyggjandi hætti að einhver sé að ljúga eða hlaðinn fordómum og hatri og þar fram eftir götunum. En við viljum ekki þvinga með valdi neinn til að þegja og hvað þá svipta frelsinu fyrir að tjá sig. Sumir telja jafnvel að málefnalegt aðhald sé ekki mögulegt nema tjáning sé algjörlega frjáls – að öðrum kosti myndast bara bergmálshellar sem fá enga viðspyrnu.“

Gordon bendir á að mörgum stjórnendum finnst flókið og óþægilegt að leysa ágreining. Hann getur valdið þeim áhyggjum, kvíða reiði eða gremju gagnvart því fólki sem hann er ósammála. Sumir stjórnendur líta á ágreining sem merki um vanhæfni sína eða yfirvofandi ósigur. Þetta er ekki óalgeng viðbrögð og eiga ræður að rekja til bakgrunns einstaklinga, Habitus þeirra. Að þessu sögðu er góð vísa aldrei of oft kveðin, tjáningarfrelsið ber að vernda.

Brynjar Níelsson skrifaði, og á einkar vel við þessa umræðu. ,, Þeir sem hæst tala um mannréttindi eru iðulega mjög uppteknir af tjáningarfrelsinu. Þegar betur er að gáð hafa þeir engan áhuga á tjáningarfrelsi nema tjáningin samræmist þeirra eigin skoðun. Annars er hún skaðleg samfélaginu eða bitnar á einhverjum einstaklingum eða hópum. Þá eru aðrir hagsmunir settir ofar tjáningarfrelsinu. Það var aldrei hugsunin með tjáningarfrelsinu.“

Heiða Björg Guðjónsdóttir grunnskólakennara hugnast ekki málfrelsi fyrir aðra. Í kjölfar greinar þar sem spurt var hvort námefni trans Samtakanna 78 brjóti gegn barnalögum og barnasáttmálanum ákvað hún að fara í manninn ekki málefnið.

Heiða Björg, grunnskólakennari, nýtir tjáningarfrelsið, það mátti sjá þegar hún tjáði sig um blaðgreinina. Heiða Björg ber ábyrgð á orðum sínum. Hún fellur inn í hóp þeirra sem vilja beita útilokunar menningu. Tískan var fyrir slíku í samfélaginu fyrir nokkru og ber vott um lágan siðferðisþröskuld. Vonandi er það á undanhaldi. Heiða Björg vildi láta þvinga kennara úr starfi, svipta hann lífsviðurværi sínu og málfrelsinu, jafnvel þó það gæti kostað bæjarfélagið bótaskyldu. Menn hafa vonandi náð áttum og skilja betur út á hvað málfrelsi gengur. 

Í þessu skjáskoti svarar Heiða Björg vini sínum á snjáldursíðu. Smellið á ummælin og lesið.

heiða nota 1


Samkvæmt kæru vill Álfur Birkir trans-konur inn í kvennafangelsi, íþróttir og einkasvæði kvenna

Eins og margir lesendur vita var bloggari kærður fyrir lýðræðislega umræðu á bloggsíðunni. Málefni tengt trans-málaflokknum móðgaði Álf Birki og skiptir þá engu hvaðan umfjöllunin kom. Það er dyggð að geta móðgast fyrir hönd margra. Skyldi það sama ekki eiga við um bloggara? Má hann móðgast fyrir hönd kvenna þegar karlmaður (og transaðgeðrasinnar) sem skilgreinir sig sem konu staðhæfir að hann sé kona? Það er hvorutveggja í senn særandi og móðgandi fyrir konur, því þessir aðilar eiga fátt sameiginlegt. Líffræði kynjanna er ólík.

Álfur Birkir tekur ekki upp hanskann fyrir stúlkur og konur. Honum virðist skítsama um þær og þeirra réttindi. Þegar hann leggst svo lágt að kæra setninguna ,,Í skjóli hugmyndafræðinnar má ýmislegt gera. Karlar gerast transkonur til að komast í kvennafangelsi, í kvenníþróttir og inn á einkasvæði kvenna.“ Ekki verður annað séð en að hin kærðu ummæli segi meira um álit Álfs Birkis á konum en margt annað. Mega konur ekki móðgast og mómæla innrás karlmanna á svæði og athafnir kvenna? Sama um lesbíur, þær eiga undir högg að sækja vegna innrásar karlmanna, hlustið hér.

Menn þurfa ekki að leita lengi til að sjá staðreyndir í þessari setningu. Landsréttur í Danaveldi sló því föstu að trans-kona er líffræðilega fæddur karlmaður og skal sitja í karlafangelsi. Umræddur fangi gerði sér upp kynskipti til að komst inn í kvennafangelsi. Til eru mörg dæmi sem verða ekki tíunduð hér.

Lesa má um sundkonuna Raily Gaines sem keppti við trans-konu með kynfæri karlmanns í sundi og hefur barist fyrir rétti kvenna í kvennaíþróttum. Karlmenn hafa unnið um 300 titlar í hinum ýmsu íþróttum í nafni trans stöðu sinnar.

Eva Hauksdóttir lögmaður setur spurningamerki við túlkun Reykjavíkurborgar á lögum um kynrænt sjálfræði þar sem stúlkur og konur verða að sætta sig við trans-konu með kynfæri karlmanns í einkarýmum. Það á ekki bara við hér á landi heldur í þeim löndum sem slík lög hafa verið staðfest á kostnað kvenna.

Það hryggir mig að Álfur Birkir sem segist berjast fyrir mannréttindum skuli gleyma helmingi mannskynsins í þeirri baráttu, konum. Barátta hans fyrir karlmenn sem skilgreina sig sem konur gengur svo langt að lögreglukæra er staðreynd gegn þeim sem berst fyrir stúlkur og konur.

Hef mikla samúð með baráttumanninum og málefnum Álfs Birkis, sýnir okkur og sannar hvar manngæskan liggur. Hjá karlmönnum. OL- nefndin er sem betur fer á öðrum máli en Álfur Birkir og þeirra sem fylgja honum að málum. Stúlkur sigruðu!

Álfur Birkir sannar máltækið: ,,Sannleikanum verður hver sárreiðastur.“


Brýtur Smáraskóli í Kópavogi á börnum?

Mæður sem hafa barist fyrir að ung börn þeirra þurfi ekki að sitja undir hinsegin fræslu í Smáraskóla mæta fálæti. Kennarar í Smáraskóla hafa misboðið börnunum. Þeim er mikið í mun að fræða börnin um hugmyndafræði sem á ekki við rök að styðjast í heimi vísindanna. Hugmyndafræði sem gerjast í kollinum á fólk sem líður illa í eigin skinni.

Kennararnir sem eru konur, konur sem prédika tran hugmyndafræðina fyrir börnin. Umræddir kennarar hafa alls konar trans áróður inni í kennslustofum. Kennarar hafa persónunöfn trans hreyfinga uppi í kennslustofunni hjá ungum börnum. Engum ber skylda, hvorki til að ræða né nota þessi fornöfn og því er með ólíkindum að þetta viðgangist. Hvað þá að kennari boði þennan áróður með slíkum þunga sem gerist í Smáraskóla.

Kennarar, skólastjóri í Smáraskóla og fræðsluyfirvöld ættu að lesa Cass skýrsluna, þar er EKKI mælt með svona starfsháttum vegna barna sem eru ósátt í eigin kyni. 

Fræðsluyfirvöld í Kópavogi hafa svikið börnin. Þeir taka ekki á málinu af festu og stoppa áróður kennara og einstaka skóla. Flöggun trans fána er áróður skólakerfisins.

Fyrsti maí er dagur verkalýðsins, fánadagur. Margir skólar höfðu ekki fyrir því að flagga íslenska fánanum heldur héldu uppi áróðrinum fyrir kynhneigðir fólks.

Í Smáraskóla í Kópavogi bendir hver á annan þegar móðir vill útskýringar á af hverju áróðurinn sé viðhafður í skólanum. Af hverju, er ekki stjórnandi á staðnum sem tekur af skarið og bannar áróðurinn?

Börnin tala orðið illa um kennara því þeir koma svona heimsku á framfæri. Kennarasamtökin láta ekki í sér heyra þrátt fyrir brot félagsmanna þeirra á mörgum greinum Barnasáttmálans og fleiri sáttmála sem gilda um börn.

Er ekki tímabært að stjórnendur leik- og grunnskóla endurmeti stöðuna? Er eðlilegt að foreldrar þurfi lögfræðiaðstoð til að sinna skyldu sinni og vernda börn sín fyrir kennurum og skólastarfi?

Hér er farið yfir málið, hvet fólk til að hlusta.


Er þetta það sem koma skal fyrir afkomendur okkar

Íslamskir öfgamenn úr samtökum sem kalla sig ,,Muslim Interactive" efndu til mótmæla í Hamborg.

Íslamskir mótmælendur kröfðust stofnunar íslamsks ríkis, ,,einræði steinaldar", eins og þýska dagblaðið BILD varaði við.

Aftur og aftur meðan á mótmælunum stóð yfir heyrðust söngvar ,,Allahu Akbar". Þátttakendur gerðu lýðnum ljóst að þeir höfnuðu Þýskalandi og kölluðu eftir a‘ binda endi á gildi einræðis og stuðnings við Ísrael, skrifar Welt.

,,Kalífa er lausnin," heitir það. Kalífa þýðir upplausn lýðræðis og stofnun múslimasamfélags sem stjórnast af lögum og reglum Kóransins, Sharia. Yfir 1000 manns tóku þátt í göngunni. En hópurinn ,,Muslim Interactive" er víðar. Þeir eru í sambandi við tugi þúsunda á netinu, skrifar Welt. TalsmaÄ‘ur þeirra er 25 ára kennaranemi. Meðan hann hvetur róttæka unga múslima, lærir hann að verða kennari, skrifar BILD.

Lögreglan gaf grænt ljós

Mótmælin eru með leyfi lögreglunnar. Stjórnvöld í Hamborg gátu komið í veg fyrir mótmælin rétt eins og þau bönnuðu mótmæli nasista. En það gerðu menn ekki. Mótmælendurnir fengu óhindrað að boða hatur sitt á lýðræði í nafni laga Íslam.

Stóri, hófsami flokkurinn, CDU, reyndi með ályktun á fylkisþinginu í Hamborg að stöðva svívirðilega árás á lýðræðið. En pólitískur meirihluti í Hamborg hafði ekki vit á því. Fjendur lýðræðisins fengu leyfi að sýna sig. Á myndinni sem fylgir fréttinni fær maður á tilfinninguna hvers konar fólk er hér á ferð með þá köllun að sýna hatur sitt á lýðræðinu.

Sé með dönskum augum er þetta sérstaklega óþægilegt Það veldur áhyggjum að svona nokkuð gerist sunnan við landamærin við Þýskaland. Fyrir Dani er hatrið í garð lýðræðisins óhugnanleg hugsun, sem maður þekkir frá nasistum, sem fái að þróast rétt hjá okkur.

Það er engin trygging fyrir því að í þetta sinn séu hatursárásir gegn lýðræðinu ekki gerðar í nafni nasismans, heldur í nafni íslamista. Í öllu falli er markmiðið að eyðileggja lýðræðið.

Að þessu sinni eru það ekki einkennisbúningar og herganga. Andlýðræðisofstækismenn nútímans – þar á meðal í Hamborg – gætu jafnvel litið út eins og ,,hversdagslegar" námsmannatýpur í stuttermabolum og gallabuxum.

En innra með þeim er fullt af ljótum hugsunum. Hugsanir um að eyðileggja lýðræðið. Hugsanir um að neita kvenfrelsi með karlrembulegri kúgun. Hugsanir um að skipta lýðræðinu út fyrir viðbjóðslega, uppáþrengjandi og ofbeldisfulla harðstjórn.

Þetta er ekki bara skelfilegt fyrir Dani sem ólust upp við sterka frelsishefð. Það er bein ógn við samfélag okkar og siðmenningu.

Það er engin afsökun fyrir því að bera svona viðhorf á torg. Það er engin afsökun fyrir því að hneppa konur í dulbúna þræla af eiginmönnum sínum. Það er engin afsökun fyrir því að predika svo mikið hatur á lýðræði og fyrirlitningu á kvenfrelsi.

Nær en við höldum

Talsmenn umburðarleysis og íslamskrar tortryggni stíga í auknum mæli fram, einnig í löndum þar sem sterk hefð er fyrir hugsana- og lýðræðisfrelsi – Danmörk sem dæmi.

Rétt sunnan við landamæri okkar er andi myrkra afla yfirvofandi og árásargjarnt umburðarleysi í uppsiglingu. Of margir Danir, Þjóðverjar og aðrir hafa gert lítið úr hatri íslamistana á menningu okkar og gildum. Það hefur gefið þeim byr undir báða vængi.

Komið hefur í ljós að hóparnir verða fjölmennari í samfélaginu okkar og skyldum vestrænum samfélögum sem marsera undir merkjum skertu frelsi, kúgun kvenna, ofbeldis og fána ofstækis. Fáni íslamista.

Það krefst mikillar ákveðni og aðgerða ef við ætlum að eiga nokkra möguleika á að koma í veg fyrir að öfl umburðarleysis, óskýrleika og upphafningar ofbeldis taki völdin frá okkur.

Blindan á öfl harðstjórnar og ofstækis er ógnvekjandi. Brýn þörf er á nýrri frelsisbaráttu – uppgjöri við íslamista segir í blaðinu.

Fréttina má finni í Den korte avis.

 

 


Sigur fyrir kvennaíþróttirnar

Hvað er hægt að hugsa sér dásamlegra fyrir kvenfólk en þær fréttir að trans-konan (karlmaður sem skilgreinir sig sem konu) Lia Thomson megi keppa á Olympíuleikunum. Keppa við aðra karla, sama kyn og hann er fæddur. Dásamlegt að hann megi halda áfram keppni nú við sama kyn og hann er.

Lia Thomson hefur haft yfirburði í kvennaflokki þannig að eftir var tekið. Það gerist iðulega þegar kynjunum er blandað saman í flokka. Karlmenn hafa meiri styrk en konur og því árangur þeirra betri. Þetta má sjá í öllum íþróttagreinunum þar sem menn hafa ekki haft þor til að taka á málunum. Ekki haft dug í sér að stoppa trans-konur (karlmenn sem skilgreina sig sem konur). Konurnar blæða. Konurnar tapa. Vanvirðing við konur.

Vonandi líður ekki á löngu þar til þessi tegund af karlmönnum (trans-konur) verði útilokaðir frá öllum kvennaíþróttum.

Lesa má um málið hér.


Minnislaust forsetaefni og trans aðgerðasinni- par á Bessastaði!

Íslendingar vilja ekki minnislausan forseta á Bessastaði. Slíkt gæti hafa afdrifaríkar afleiðingar og verið þjóðinni til skammar til lengri tíma litið. Baldur varð sér til skammar þegar hann sagðist ekki muna hvernig hann kaus. Hann vildi ekki gangast við Icesave.

Minnislausa forsetaefnið býður upp á tvo fyrir einn. Ekkert annað forsetaefni gerir það. Sá minnislausi býður þjóðinni upp á trans- aðgerðasinna sem lítillækkar konur. Viðhengið vill bjóða konum upp á karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, í búningsklefa kvenna, íþróttir kvenna. Hann vill afmá og smána orð sem á eingöngu við um konur. 

Baldur heldur því líka fram að trans-aðgerðasinninn sem vill á Bessastaði muni tjá sig öðruvísi þar. Það sem hann hefur sagt gleymist ekki, hann er enn sömu skoðunar á konum og kvennalíkamanum. Hann verður að bera ábyrgð á orðum sínum. Fyrirlitning í garð kvenna skín í gegn hjá viðhenginu.

Viðhengi minnislausa forsetaefnisins hefur haldið fram að lesbíur séu með typpi, í alvöru! Getur nokkur maður verið svona heimskur? Vill þjóðin slíkt par á Bessastaði þegar úr betri kostum er að velja, maður spyr sig.

Felix þú ert ekki svona vitlaus skrifaði hópur kvenna, sem berst fyrir réttindum kvenna. Felix ræddi ímyndað bakslag trans hreyfinga, sem í heitir í reynd að þjóðin vakni til vitundar um þann yfirgang sem á sér stað.

Konurnar segja m.a. annars við trans-aðgerðasinnan:

,, Lesbíur eru EKKI með typpi og typpi geta ALDREI kallað sig lesbíur eða ertu búin að endurskilgreina hvað samkynhneigð er? Snérist það kannski aldrei um að laðast að sama kyni? Ert þú kannski til í að vera með píku í dag? Er það það sem þú ert að segja að hommar laðist líka að píkum?“

Gleðilega hátíð ágæti verkalýður.

baldur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband