29.1.2023 | 09:42
Unglingsstúlkur, átröskun og kynátturnarvandi
Eliza Mondegree hefur skoðað hugmyndafræðina um kynáttunarvanda og skrifaði bók um hve einkenni anorexía og kynáttunarvandi hjá unglingsstúlkum eru lík - og muninn á meðferðarúrræðum sem notuð er. Hún glímdi sjálf við átröskun.
Hef víða lesið að stór hluti stúlkna sem glíma við kynáttunarvandann eiga við andlega vanlíðan að stríða og telja svo að kynskipti sé lausnina á öllu án þess að fá bót á meinum sem fyrir voru. Margir telja okkur komin á hættulega braut í þessum efnum og unglingsstúlkur fái ekki þá meðferð sem þær í reynd þurfa.
Eliza Mondegree skrifar m.a.:
,,Þegar sjúklingur er í meðhöndlun fyrir átröskun, segir sig trans gleyma meðferðaraðilar allt um sjálfsskaðahegðuninni og kynáttunarvandinn smitar. Allt í einu er það allt í lagi, að sjúklingurinn tali neikvætt um sig í hópmeðferð svo lengi sem hún segist hata brjóstin og mjaðmirnar, af því í reynd er hún ekki stúlka/kona. Henni eru boðin ,,bindi fyrir brjóstin og er jafnvel forgangur til að nýja auðkenni hennar verði viðurkennt.
Hér má lesa grein eftir Eliza um bókina. Tilvitnunin er úr greininni.
Hér skrifar Eliza um eigin átrsökunarvanda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2023 | 07:38
Vökulir foreldrar grunnskólabarns
og kennarinn rekinn, enda óviðeignadi hegðun með öllu. Skólabarn segir föður sínum hvað er í gangi í kennslunni og hann fór lengra með málið. Hér á landi þurfa foreldrar að vera vakandi yfir innrætingu í skólakerfinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2023 | 09:51
Margar stéttir eru útbrunnar um 65 ára
aldurinn og þurfa að komast á eftirlaun. Margir, ekki allir. Get ekki staðhæft það. Nóg að næstu tvö árin í 67 ára aldurinn, sé nánast skylda. Margir hafa möguleika á að hverfa frá starfi sínu 65 ára.
Þeir sem vinna við kennslu í grunnskólanum, kennarar í leikskóla og ófaglærðir, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar hafa öllu jöfnu fengið nóg. Margar iðnaðarstéttir vinna erfiðisvinnu sem menn stunda frá unga aldri og þurfa á eftirlaun við 65 ára aldur. Þetta eru þær stéttir sem stjórnmálamenn horfa til að hækka lífeyrisaldurinn hjá til að anna eftirspurn í störf þeirra.
![]() |
Hækkun á eftirlaunaaldri möguleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2023 | 20:22
Djarfur að leggja fram
miðlunartillögu. Óþökk beggja samningsaðila. Ef hann leggur fram nær því sem SA vill er Eflingarfólk í vanda. Leggi hann fram tillögu sem er meira í anda Eflingar er SA í vanda. Nú verður fróðlegt að sjá hvort miðlunartillagan verði samþykkt af báðum aðilum.
Vissulega neyðarúrræði hjá Sáttasemjara.
![]() |
Eflingarfólk getur skoðað hvaða greiðslur það fær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2023 | 22:24
Góð greining á málþingi Kennarasambandsins
og ég leyfi mér að deila því hér. Arnar Sverrisson birti þetta á snjáldursíðu sinni. Má taka undir flest það sem hann segir, ef ekki allt. Arnar skrifar:
Hinseginuppeldi og hinseginborg. Reykjavíkurborg, Kennarasambandið og hatrið:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2023 | 17:05
Yrði högg í baráttu Eflingar
ef starfsfólk samþykkir ekki verkfall. Eiginlega það versta sem getur gerst.
Aldrei á einn sök þegar tveir deila. Mér finnst þú formaður Eflingar og framkvæmdastjóri SA benda hvort á annað. Kann ekki góðri lukku að stýra. Kalla eftir að verkalýðsforingjarnir sem hafa samið gefi út yfirlýsingum um að þeirra samningar verði ekki opnaðir ef Efling semur betur. Það væri fjöður í hattinn fyrir þá. Ein ástæða fyrir samningsleysi er sá þáttur.
![]() |
Vissu ekki að þau væru ein að kjósa um verkföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2023 | 09:58
Á karl sem skilgreinir sig sem konu heima í fangelsi hjá konum
er stóra spurningin sem danska réttarkerfið glímir við í dag.
Danska réttarkerfið stendur fyrir miklum vanda. Karl (hét Mathias) skilgreinir sig sem konu, Kylie, situr í gæsluvarðhaldi sem ætlað er báðum kynjum. Kylie er ákærð fyrir morð ásamt fyrrveranda kærasta sínum. Rétt eins og hér hafa Danir leyft fólki að skrá sig hvort kynið það upplifir sig. Þau fá 14 ára dóm vegna drápsins og hafa verið í fangelsinu síðan í ágúst. Samkvæmt skráningunni ætti hún að vera í kvennafangelsi með sinn karlmannslíkama.
Vandi að velja, samkvæmt lagalegu kyni á hún að fara í kvennafangelsi. Samkvæmt upprunalegu kyni í karlafangelsi. Kylie er ekki komin lengra að kynskiptingunni.
Landsréttur mun í mars taka afstöðu hvort Kylie fer í kvenna- eða karlafangelsi, siðferðileg spurning nokkuð ljóst. Spurningin er að sýna tillit, en hverjum.
Leitað var til yfirvalda til að spyrja þá. Þeir vildu ekki tjá sig um einstaka mál en bentu á að menn fara í fangelsi eftir kennitölu- þar að segja hvort kynið þau fæddust, karl eða kona. Í þeim tilfellum þar sem skipt hefur verið um lagalegt kyn er farið yfir málið með sérstöku og einstaklingsbundnu mati.
Í málum þar sem transfólk er annars vegar í svona málum þar sem kynjaskipting er benda margir á rökin fyrir réttlætinu- en óska ekki eftir að ná hinu sama fram.
Rökin eru að taka tillit. Spurningin er bara, til hverra á að taka mest tillit.
Hér er hægt að lesa um málið á dönsku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2023 | 11:48
Þú getur ekki einu sinni sagt
að þér líði illa yfir að þú eigir að kalla kennara þinn Mrs. Jones en veist að hún er karlmaður. Þú getur heldur ekki sagt neinum að þér líði illa í kennslu hjá konu sem er karl segir í myndbandinu.
Í myndbandinu svarar Kellie-Jay Keen blaðamanni sem gerir lítið úr áhyggjum kvenna að karlmenn ryðjist inn á þeirra svæði, Owen Jones heitir hann.
Vona að íslenskir kennarar sýni svona myndbönd þegar þeir kenna um fjölbreytileikann í kynvitund karla og kvenna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2023 | 12:52
Segir allt sem segja þarf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)