6.9.2022 | 20:24
Enn bulla ráðamenn borgarinnar
þegar kemur að plássum í leikskólum borgarinnar. Þetta er eitt ,,Kallaði hann einnig eftir því að ríki, sveitarfélög og háskóli tækju höndum saman um að fjölga fagfólki á leikskólum." Launakjörin og starfsaðstæður, skiptir engu þó sé fjölgað um 10.000 manns. Á meðan helmingur leikskólum borgarinnar glíma við mygluvanda er ekkert sem heillar. Launin eru til háborinnar skammar og Reykjavík ríður ekki á vaðið og býður góð laun þeim sem vilja vinna á leikskóla. Þangað til verða menn að eta það úti frýs. Minni á að borgarstjóri er með 2/3 af launum leiksskólastarfsmanns í laun fyrir nefndarsetu (einn til tvo fundi á mánuði og enga ábyrgð) hjá slökkviliði borgarinnar.
Hvað kjósendur varðar þá er ég hissa að menn, árið 2022, hoppi á loforðalista stjórnmálaflokkanna og verða svo fúlir þegar listinn er ekki efndur. Ekkert stjórnmálaafl hefur staðið við kosningaloforð sín í áratugi.
Staðan er vond. Ábyrgðar- og forsjáraðilar barnanna verða að grípa til annarra úrræða.
![]() |
Enn um 200 pláss laus sem ekki er verið að nýta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2022 | 19:25
Illska og mannvonska sumra mæðra
gagnvart börnum sínum á sér engin takmörk. Sjálfselska mæðra ræður för. Kerfið er svo hliðhollt einstæðum mæðrum í forsjárdeilum að manni verður illt. Allir firra sig ábyrgð og börnin blæða.
Mýmörg dæmi um þetta og margt verra. Í einu tilfelli sagði barnsmóðir mannsins að hann hefði ekki áhuga á samskiptum við barn sitt í því skyni að þurfa ekki að stuðla að umgengni hans við barnið. Starfsmenn barnaverndar og sýslumanns komu orði á að það vantaði úrræði til að koma á umgengni en afsöluðu sér ábyrgð á því og vildu að ný stofnun yrði sett á legg.
Hér má lesa viðtalið sem vitnað er til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2022 | 11:56
Gott að líta í baksýnisspegilinn
og læra. Vera kann að í næsta faraldri grípa stjórnvöld til annarra ráðstafnana. Tel að flestir hafa gert það sem þeir töldu að kæmi mönnunum best. Hins vegar má deila um minkamálið í Danmörku.
Rannsóknir byggðar á reynslu eru af hinu góða. Lærum af því. Eins eiga eftir, á komandi árum, að koma fram rannsóknir sem sýna hvað covid gerði manninum.
![]() |
Vafi leikur á lögmæti sóttvarnaaðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)